Norskt lán af og frá

Allt bull Sigmundar og þeirra Framsóknarmanna er svo út úr kú að annað eins hefur ekki sést eða heyrst í háa herrans tíð. Það er ekki svo ýkja langt síðan að Jens Stoltenberg var hér á landi og gaf þá alveg ótvíræða yfirlýsingu í sjónvarpsviðtali að mig minnir í Kastljósi, þar sem hann sagði að hversu mjög sem Norðmenn vildu aðstoða Íslendinga, þá kæmi slík aðstoð ekki til greina án þess að samið hefði verið um Æseif og öll skilyrði AGS uppfyllt. Það var algjör óþarfi fyrir Jóhönnu að vera að spyrja að þessu þar sem hún vissi svarið alveg, eða í öllu falli átti að vita og varð sér því bara til minnkunar með þessu.

Það lítur líka út fyrir að þeir norsku stjórnmálamenn sem draga Sigmund Davíð á asnaeyrunum viti hreinlega ekki um stefnu norsku ríkisstjórnarinnar í málinu.


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Birkir Bjarnason

ja hér þú ættir nú að fara að taka eitthvað róanndi og gefandi inn. JÚ kanski er ekkert hæft í þessu máli en heldur þú að formaður xB mundi vísvitandi halda því framm að hann hafi fengið góðar viðtökur í noregi ef hann hefði fengið þvert nei? Ég held ekki ég er nokkuð viss um að þetta er dýpra mál en það þetta snýst um ESB og það að Norðmenn geta ekki veitt okkur þessi lán af pólitískum ástæðum. hér erum við með krataflokk við völd sem er svo brenglaður að hann heldur að allt lagist og verði svo gott ef við göngum í ESB. það mun ekki gera það og þetta mun aldrei verða samþykkt af þjóðinni og þetta lið ætti að átta sig á að það er annað sem íslendingar eru að hugsa um en ESB og hætta að reina að þröngva okkur þar inn. þetta svar norðmanna var PANTAÐ af JÓKU GÖMLU og hennar tími er liðinn.

Jóhann Birkir Bjarnason, 10.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband