Grindhvalir

Grindhvalina rekur ekki á land. Hins vegar taka þeir stundum upp á því að synda á land og er ekki vitað hvað veldur. Hópurinn fylgir forystudýri eða dýrum í algjörri blindni. Í þessu tilviki þeirra í Ástralíu er sá möguleiki galopinn að hópurinn syndi aftur á land. En hann rekur ekki á land, það er alveg öruggt.
mbl.is Grindhvali rak á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann þorði

Ólafur Ragnar þorði. Það er alveg ljóst að einhverja fyrri forseta langaði að beita neitunarvaldi sínu en þeir þorðu ekki. Til dæmis lét Vigdís Finnbogadóttir Davíð og co kúga sig þegar lög voru sett á flugfreyjuverkfallið forðum tíð. Trúlegt er að aðrir forsetar áður á tíð hafi líka lent í svipaðri klemmu og heykst á því að taka slaginn. En Ólafur Ragnar gerði það. Og ekki bara einu sinni, heldur þrisvar. Með því sýndi hann fram á að ákvæði í stjórnarskránni voru ekki þar bara til skrauts og sem brandari, heldur voru þau fullkomlega virk. Hans mun verða minnst í sögunni sem forsetans sem þorði.
mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott í bili

Það er alveg ljóst að á meðan Steingrímur neitar að tjá sig lýgur hann engu. Ég tek hins vegar enga ábyrgð á því hvað gerist þegar hann fer að tala.
mbl.is Steingrímur vill ekki tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengdamóðir?

... með í för voru faðir hans og tengdamóðir ...

En hér er verið að tala um 15 ára dreng. Varla á hann tengdamóður?


mbl.is 15 ára unglingur setti met í fjallaklifri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurt

Ósköp er það nú dapurlegt að til skuli vera einstaklingar, sem hafa geð í sér til innbrota og skemmdarverka á jólanótt. Og það hjá Fjölskylduhjálpinni af öllum mögulegum aðilum.

Vonandi kemst upp um þennan lýð innan skamms. Þess er líka óskandi að Fjölskylduhjálpin fái öll sín tölvugögn til baka, en það gæti þó verið tvísýnt.


mbl.is Innbrot hjá Fjölskylduhjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþroskaður ungur maður

Ég velti því fyrir mér hvort að svona "óþroskaður ungur maður" hafi nægan þroska til að sitja í kviðdómi og ákvarða um sekt eða sýknu annars fólks?
mbl.is Skrópaði í kviðdómnum og fór á söngleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélag persónunjósna

Í þessu landi eru allir njósnarar. Allir njósna um alla og tilkynna um sérhverja yfirsjón nágrannanna til réttra yfirvalda. Sá sem ekki sýnir hversu ógurlega sorgmæddur hann er vegna fráfalls hins ástsæla leiðtoga gæti orðið í vondum málum fyrr en hann gæti ímyndað sér. Hinn guðum líki leiðtogi hélt öllu í heljargreipum, en menn telja að sonur hans, sonur sólarinnar, verði ekki fær um að halda stefnunni. Jafnvel óttast menn klofning, sem gæti þýtt borgarastyrjöld.
mbl.is Enn yfirkomin af sorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klórar Alþingi yfir skítinn sinn?

Alþingi undirbýr nú að klóra yfir skítinn sinn frá því í fyrra. Fáránlegasta ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu þingsins var sú að greidd skyldu atkvæði um hvern hinna fjögurra ráðherra fyrir sig. Það var svo fyrirfram auðséð að sú tillaga yrði felld hvað varðaði alla nema Geir H. Haarde. Þarna hefði átt að greiða atkvæði um alla saman í einum pakka og keyra svo málið hratt.

Jóhanna Sigurðardóttir var hörð í neiinu þegar atkvæði voru greidd í fyrra. Hún er samt ekki einn flutningsmanna þeirrar tillögu að fella málið niður. Verður hún þá á móti niðurfellingunni? Aldrei er að vita hvaða fásinnu hún kann að bíta í sig. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingar að enginn Samfylkingarmaður yrði meðflutningsmaður niðurfellingartillögunnar. Skyldi Jóhanna banna það? Hvað á maður að halda? Það voru einhverjir Samfylkingarþingmenn andvígir málshöfðun á hendur Geir (allavega Jóhanna) og hvers vegna geta þeir þá ekki verið meðflutningsmenn?

Verði nú málið fellt niður, hver skyldi þá verða fjárhæð bóta til handa Geir fyrir ástæðulausa málshöfðun, mannorðsskaða og fleira þvíumlíkt?


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Það er hið besta mál að hafísinn sé fjær landi nú en í fyrra. Þeir sem eitthvað vita um sögu landsins vita að fátt ef nokkuð (og þá ekki einu sinni eldgos) hefur verið þjóðinni meiri vágestur í gegnum aldirnar en hafísinn. "Ertu kominn, landsins forni fjandi" kvað Matthías og hann vissi vel hvað hann söng. Einhvern veginn virka þeir náttúrusinnuðu og jökladýrkendur þannig á mig að mér finnst eins og þeir óski þess í raun að hér verði hafís árlegur gestur og að jöklarnir fari nú virkilega að sækja á aftur. Ég tel mig ekki vera andstæðing náttúrunnar svona heilt yfir, en viss atriði í málflutningi græningja þoli ég ekki. Til dæmis ísdýrkunina og lúpínuhatrið, jafnvel hatur á barrtrjám. Fyrr má nú vera. Ég hef haft það á orði við mann og annan að ef umhverfisráðherra fer út í aðgerðir gegn lúpínu á breiðum grundvelli (það hefur verið haft á orði), þá ætla ég að fylla vasa mína af lúpínufræi og sá því sem víðast þar sem þörf er á. Sjáum þá til hvort okkar hefur betur þegar fram í sækir.
mbl.is Hafísinn fjær en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira tengt sömu frétt

Í fréttinni segir: "Eyjarnar, sem eru undir bresku yfirráði, eru skammt frá suðurskautinu og syðsta enda Suður-Ameríku."

Venjan er að hafa orðið yfirráð í fleirtölu en ekki eintölu. Svo að eyjarnar eru undir breskum yfirráðum en ekki "bresku yfirráði".

Vissulega eru fjarlægðir dálítið afstæðar. En að Sandvíkureyjar séu skammt frá syðsta enda Suður-Ameríku er nú hæpið að segja. Sú vegalegd er um 1700 km, sem er mun lengra en frá Íslandi til Skotlands. Hvað þá að þær séu skammt frá suðurskautinu, sú vegalengd er um 3400 kílómetrar eða svipuð og frá Keflavík til Rómar. Sé miðað við Suðurskautslandið (íshelluna eins og hún sést á Google Earth) er fjarlægðin 1400 km.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband