Grjónjóttur2

Umsögn dómnefndar fannst á netinu og er svohljóðandi:

EGILS GULL (5%)
Clear golden colour, small white head.
Light toasted malt nose, grainy aroma.
Lemony hops in the mouth. Crisp, dry and malty.
Nice finish with some lingering bitterness.

 Það eru orðin "grainy aroma" sem bla-bla manninum finnst henta að þýða með grjónjóttur ilmur. Nær lagi  væri að þýða það með einu orði: kornilmur. Að öðru leyti er þetta vel þýtt og sætir það furðu.


Grjónjóttur?

Egils gull er góður bjór fyrir þá sem á annað borð þykir bjór góður. En umsögn dómnefndar vakti furðu mína, sér í lagi orðskrípið "grjónjóttur" og var það haft um ilm bjórsins. Mér er spurn, hvað í ósköpunum er grjónjóttur ilmur? Ég held að þetta sé örugglega í fyrsta sinn sem þetta furðulega orð birtist á prenti (ef svo má segja), alla vega finnur Google ekkert annað dæmi en bara þetta. Hvernig var umsögnin á ensku (sem vafalítið hefur verið það mál sem dómnefndin notaði)?
mbl.is Egils Gull besti „standard lagerbjórinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klemma

Nú er það svo að íslenska ríkið er í klemmu með þetta mál. Ef Huang Nubo hefur mikinn áhuga á Grímsstöðum, þá getur ekkert stöðvað hann í því að stofna skúffufyrirtæki t.d. í Þýskalandi og láta það kaupa jörðina. Svona endurtekið Magma Energy ævintýri.
mbl.is Fleiri andvígir kaupum Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ók á staur við Kúagerði

Nú er búið að slökkva á öðrum hverjum staur. Það kemur ekki að sök í hægu veðri og góðu skyggni. En í hávaðaroki með dynjandi rigningu og vatnsaustri upp af brautinni gegnir öðru máli. Nú ætla ég að spyrja og vil endilega fá svar, því að mér finnst það skipta miklu máli: Var ekið á staur sem slökkt var á?
mbl.is Ók á staur við Kúagerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsundfalt rugl

Loftsteinn á stærð við flugmóðurskip mun fljúga í um 320 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu næstkomandi þriðjudag, segir hér. En það er nú aldeilis ekki. Ef þetta væri nú rétt þá væri þessi loftsteinn í meira en tvöfaldri sólarfjarlægð frá jörðu og enginn vissi nokkurn skapaðan hlut um tilvist hans. Hið rétta er að hann verður í um það bil 320 ÞÚSUND kílómetra fjarlægð frá jörðu, lítið eitt nær en tunglið. Meðalfjarlægð þess er um 384 þúsund kílómetrar. Svo að bla-bla maðurinn er ruglaður barasta þúsundfalt.

mbl.is Loftsteinn í átt að jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sömdu fyrir kosningar

Þetta er alveg örugglega rétt, svo fljótur var Steigrímur að snúast á punktinum eftir kosningarnar. Það hentaði honum hins vegar ekki að láta það í ljós áður, því að þá hefði fylgið hrunið.

Hvað varðar fullyrðingu Atla um að "ekki gangi að kjósa um inngöngu eftir að búið er að innleiða allt regluverk sambandsins" þá er það nú bara bull. Þeir sem vilja ekki ganga í ESB greiða bara atkvæði á móti því, hvað sem öllum regluverkum líður. Ef ekki reynist meirihluti fyrir inngöngu þá verður að sjálfsögðu engin innganga. Regluverkum geta menn svo hagað að vild ef inngangan verður felld. Þetta er ekkert vandamál.


mbl.is Sömdu fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óánægja

Tvö framboð gegn Steingrími J., sitjandi formanni VG segja bara það sem löngu er vitað, að það ríkir megn óánægja með kallinn innan flokksins. En hvaða fólk er nú þetta? Þorvaldur Þorvaldsson og Margrét Pétursdótttir? Hefur nokkur maður nokkurn tímann heyrt á þau minnst?

Svona framboð verða ekki til þess að skipt verði um formann. Það leiðir samt tvennt af þeim. Í fyrsta lagi það að óánægjan kemur upp á yfirborðið. Í öðru lagi svo það , að þessir frambjóðendur mála sjálf sig út í horn. Þau eiga sér aldrei viðreisnar von innan þessa flokks eftir þetta. Kannski verða einhverjar aðrar afleiðingar sem ég er ekki maður til að spá í. En þetta tvennt blasir við.


mbl.is Tvö í framboð gegn Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu fréttir lengi

Langt er síðan jafn góðar fréttir hafa borist af þessum málum öllum. Merkilegt var að lesa ummæli Steingríms J sem taldi þetta góða niðurstöðu og lá í orðunum að þetta hefði hann alltaf sagt og loksins væri búið að staðfesta það sem hann hefði alla tíð barist fyrir. En það er vert að minnast þess og láta aldrei gleymast, að nefndur Steingrímur var alfarið á móti þessum lögum og sat hjá ásamt allri VG-hjörðinni, þegar lögin voru samþykkt á Alþingi.
mbl.is Neyðarlögin gilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur ómerkingur

Þessi ummæli Steingríms sýna svo ekki verður um villst hvers konar ómerkingur hann er. Þegar neyðarlögin voru afgreidd sátu VG-liðar hjá með hann í brjósti fylkingar. Hvenær sá hann ljósið? Skyldi honum einhvern tímann auðnast að skilja það, að Icesave-kosningarnar snerust aldrei um það hvort að Bretar og Hollendingar ættu að fá greiðslur. Þau snerust um það eitt hvort íslensk þjóð bæri ábyrgð á þeim greiðslum eða ekki. Tvisvar hafnaði þjóðin því að Steingrímur fengi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að gangast í ábyrgð fyrir greiðslum. Hvenær skyldi hann fara að hrósa sjálfum sér af því?


mbl.is Dómurinn er mjög stór áfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hverju lýsti fögnuður Steingríms sér?

Ríkisstjórnin fagnar niðurstöðunni. Hér er látið í veðri vaka að neyðarlögin hafi verið sérstakt baráttumál þessarar ríkissttjórnar. En það er nú aldeilis ekki eins og svo sé. Steingrímur studdi þau aldrei frekar en aðra hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Trúlega hefur fögnuður Steingríms lýst sér í því einu að hafa fá orð um. En vitið þið nú til, ekki mun á löngu líða áður en hann fer að berja sér á brjóst og hrósa hinni stórgóðu baráttu sinni, sem hafi leitt af sér það að nú verður loks hægt að fara að gera þetta mál upp. En Steingrímur á engan þátt í því. 
mbl.is Ríkisstjórnin fagnar niðurstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband