Færsluflokkur: Bloggar
12.4.2011 | 13:20
Ekki sérstaklega vinaleg...
Gagnrýndi forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 18:09
Ólafur glæsilegur
Risavaxnar upphæðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2011 | 23:57
Steingrímur furðulegur
Ekki var hægt að búast við því eða ætlast til þess af nokkrum manni að segja já við samningi sem þessum án þess að hafa óbragð í munni. Þetta er alveg hárrétt svosem en hljómar mjög furðulega komandi frá æðsta talsmanni Breta hér á landi, sem barist hefur með kjafti og klóm fyrir því að koma skuldaklafanum á þjóðina.
En hvað um það, þær tölur sem komnar eru benda til þess að NEI vinni allstóran sigur, giska mætti á eitthvað í grenndinni við 57-43 til 60-40. Þá eru NEIin 33% til 50% fleiri en JÁin. Það út af fyrir sig er afskaplega gleðilegt. Nú er það hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar að undirbúa málsvörn í komandi málaferlum, fyrst erlendis en svo að líkindum hérlendis. Allur sá málarekstur getur tekið nokkur ár, sem er bara allt í góðu lagi, en alveg er útilokað að málalok verði verri en JÁ hefði leitt af sér.
Vonandi fer endemisríkisstjórnin að gera eitthvað í atvinnumálum þjóðarinnar, en til dæmis má nefna það að ekkert hefur gerst í málum Suðurnesja ennþá þrátt fyrir sýndarmennskufund ríkisstjórnarinnar þar síðasta haust og öll loforð sem þar voru gefin voru orðin tóm. Þetta munu Vestfirðingar reyna líka. Þar var haldinn sýndarmennskufundur fyrir skömmu og talað fjálglega um það svæði og eitthvað sem ætti að gera en verður aldrei á meðan þessi stjórn situr.
Mun fleiri segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2011 | 10:00
Að skjóta sig í fótinn...
er það kallað þegar ákvarðanir sem teknar eru í fljótfærni vinna algjörlega gegn hagsmunum einstaklingsins. Þessi fáránlega könnun Moggans er hugsanlega dæmi um slíkt.
Eins og allir vita þá hafa skoðanakannanir áhrif. Mogginn er alfarið andvígur Icesave og er það eitt af mjög fáu sem hægt er að hrósa honum fyrir um þessar mundir. Það vita líka allir að mjög er tvísýnt um niðurstöðu þessara kosninga og gæti farið svo að fáein atkvæði ráði úrslitum.
Þessi 72% þvæla Moggans gæti hugsanlega haft þau áhrif að draga úr kjörsókn NEI-fólks, þó að vonandi verði ekki svo. Væri þá illa komið ef svo færi að Mogginn hafi verið að skjóta sig í fótinn.
72% segja nei við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2011 | 01:49
Finnst á jarðskjálftamælum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2011 | 20:28
23000 hafa kosið utankjörfundar
Rúmlega 23 þúsund hafa kosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2011 | 20:16
Fer á sömu lund?
Titringur í stjórnarliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2011 | 18:04
Vægi atkvæðis
Það er best að ég drífi mig að kjósa, þó að ég viti vel að mitt atkvæði skiptir engu máli, sagði kunningi minn við mig um daginn. Ég svaraði þessu ekki, þó að ég yrði mjög undrandi á þessari yfirlýsingu hans. Eftir því sem mjórra er á mununum eins og staðan er nú, þá vex vægi hvers atkvæðis alveg upp í þá stöðu að munurinn sé eitt atkvæði. Þá fellur mál eða stendur eftir því hvort eitthvert atkvæði segir JÁ eða NEI. Viðkomandi gæti þá spurt sjálfan sig eftir á: Hvað ef ég hefði ekki farið á kjörstað eða skilað auðu? Hvað ef ég hefði greitt atkvæði á hinn veginn?
Kjósendur verða að gera sér grein fyrir því að sérhvert atkvæði gegnir hlutverki og getur á endanum ráðið úrslitum ef málin þróast með líkum hætti og ég var að viðra.
Kjósendur þurfa líka að temja sér þann þankagang, að það sé siðferðisleg skylda sérhvers borgara að mæta á kjörstað. Hvað hann svo gerir í kjörklefanum er alfarið hans mál og hann þarf aldrei að segja frá því frekar en honum sjálfum sýnist. En kostirnir eru í raun margir í sérhverjum kosningum. Í þeim kosningum, sem nú fara í hönd, eru möguleikarnir þó eins fáir og orðið getur: JÁ/NEI/AUTT/ÓGILT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2011 | 17:22
Steingrímur!
Óvíst hvort kjósa þyrfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2011 | 19:24
Menn verða að hafa kjark...
...til þess að hafa að engu bullið úr Jóhönnu, sem hefur ekki hundsvit á viðskiptum á minnsta skala, hvað þá á milli þjóða. Ég er sammála þeim sem halda því fram að þeim mun lengur sem málið er óleyst þeim mun dýrara og skaðlegra verður það fyrir íslenska þjóð,er haft eftir henni í fréttinni og vonandi réttilega. En mér finnst ástæða til að rifja það upp að þennan söng höfum við heyrt áður. Það var blásið í þessar sömu flautur í fyrra þegar Æseifur var felldur með 98/2 eða eitthvað svoleiðis. Því miður er líklega engin von á slíkum úrslitum núna, það lítur út fyrir að mjótt verði á mununum. Nýjustu kannanir segja 52/48, en sá munur er innan skekkjumarka.
Það er líka rétt að benda á það og halda til haga að allar tafir, sem orðið hafa á samþykkt þeirra endemissamninga sem þessi endemisstjórn hefur látið gera, hafa breytt stöðu okkar til hins betra. Þessi stjórn brást þjóðinni algjörlega strax í upphafi ferils síns og hefur ekki séð að sér og til þess er engin von að mínu mati.
Menn verða að hafa kjark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar