Færsluflokkur: Bloggar

Ekki sérstaklega vinaleg...

Hvers vegna hefði Ólafur Raagnar Grímsson átt eitthvað að vera að sleikja sig upp við Moodys? Það er alveg í fínu lagi að bent sé á að matsfyrirtækin ofmátu íslensku bankana þegar þeir voru við það að fara á hausinn og sýndu með því vanmátt sinn. Það er alveg eðlilegt að á þetta sé bent og spurt um leið hvort ástæða sé til að ætla að meira sé að marka mat þeirra núna. Hvaða máli skiptir það forstöðumann greiningardeildar Danske Bank þó að Moodys séu skammaðir? Hann lætur eins og hann sé hörundssár.
mbl.is Gagnrýndi forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur glæsilegur

Forsetinn flutti mál Íslands af fyllstu einurð og lét misvitra blaðamenn ekkert eiga inni hjá sér. Hann sýnir það enn og aftur að í þessu máli á Ísland engan öflugri talsmann. Það væri til bóta ef þeir slöku pólitíkusar sem sitja á ráðherrastólum um þessar mundir tækju manninn sér til fyrirmyndar um það hvernig á að koma fram og tala á alþjóðavettvangi. En mér dettur ekki í hug að treysta þeim til þess frekar en nokkurs annars. En Ólafur var glæsilegur og það verður bæði merkilegt og gaman  að fylgjast með þeim viðtölum sem tekin verða við hann í framhaldi þessa máls.
mbl.is Risavaxnar upphæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur furðulegur

Ekki var hægt að búast við því eða ætlast til þess af nokkrum manni að segja já við samningi sem þessum án þess að hafa óbragð í munni. Þetta er alveg hárrétt svosem en hljómar mjög furðulega komandi frá æðsta talsmanni Breta hér á landi, sem barist hefur með kjafti og klóm fyrir því að koma skuldaklafanum á þjóðina.

En hvað um það, þær tölur sem komnar eru benda til þess að NEI vinni allstóran sigur, giska mætti á eitthvað í grenndinni við 57-43 til 60-40. Þá eru NEIin 33% til 50% fleiri en JÁin. Það út af fyrir sig er afskaplega gleðilegt. Nú er það hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar að undirbúa málsvörn í komandi málaferlum, fyrst erlendis en svo að líkindum hérlendis. Allur sá málarekstur getur tekið nokkur ár, sem er bara allt í góðu lagi, en alveg er útilokað að málalok verði verri en JÁ hefði leitt af sér.

Vonandi fer endemisríkisstjórnin að gera eitthvað í atvinnumálum þjóðarinnar, en til dæmis má nefna það að ekkert hefur gerst í málum Suðurnesja ennþá þrátt fyrir sýndarmennskufund ríkisstjórnarinnar þar síðasta haust og öll loforð sem þar voru gefin voru orðin tóm. Þetta munu Vestfirðingar reyna líka. Þar var haldinn sýndarmennskufundur fyrir skömmu og talað fjálglega um það svæði og eitthvað sem ætti að gera en verður aldrei á meðan þessi stjórn situr.


mbl.is Mun fleiri segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skjóta sig í fótinn...

er það kallað þegar ákvarðanir sem teknar eru í fljótfærni vinna algjörlega gegn hagsmunum einstaklingsins. Þessi fáránlega könnun Moggans er hugsanlega dæmi um slíkt.

Eins og allir vita þá hafa skoðanakannanir áhrif. Mogginn er alfarið andvígur Icesave og er það eitt af mjög fáu sem hægt er að hrósa honum fyrir um þessar mundir. Það vita líka allir að mjög er tvísýnt um niðurstöðu þessara kosninga og gæti farið svo að fáein atkvæði ráði úrslitum.

Þessi 72% þvæla Moggans gæti hugsanlega haft þau áhrif að draga úr kjörsókn NEI-fólks, þó að vonandi verði ekki svo. Væri þá illa komið ef svo færi að Mogginn hafi verið að skjóta sig í fótinn.


mbl.is 72% segja nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnst á jarðskjálftamælum

Titringurinn í stjórnarliðinu vegna hins fyrirsjáanlega taps í kosningunum á morgun er farinn að koma fram á jarðskjálftamælum. Allt er í lagi með það, en vonum samt að hann fari ekki undir nokkrum kringumstæðum yfir svona 7, það væri yfrið nóg.

23000 hafa kosið utankjörfundar

Bendir þetta ekki ákveðið til þess að vakning hafi orðið hjá þjóðinni og að fólki sé farið að finnast að þessi mál komi henni við? Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla var alveg grátleg vegna þess hve fáir tóku þátt. Niðurstaðan var samt sem áður gleðileg, því þó svo að allir þeir sem ekki kusu þá hefðu greitt atkvæði JÁ, var málið samt sem áður fallið. Ruglið var sem sé sent út í hafsauga með hreinum meirihluta þrátt fyrir áhugaleysið. Vonandi sýnir þjóðin meiri þroska á morgun hvað þáttöku varðar og vonandi segir hreinn meirihluti aftur NEI.
mbl.is Rúmlega 23 þúsund hafa kosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer á sömu lund?

Vissulega er það svo að niðurstaðan á morgun verður ekkert í líkingu við það sem gerðist fyrir rúmu ári. Við fáum því miður ekki 98/2 aftur. Allt bendir til þess að mjótt verði á mununum og niðurstaðan geti orðið á hvorn veginn sem er. Vonandi geta allir tekið undir með mér þegar ég óska þess að hún verði á betri veginn. Höfum það svo óskilgreint að öðru leyti.
mbl.is Titringur í stjórnarliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vægi atkvæðis

Það er best að ég drífi mig að kjósa, þó að ég viti vel að mitt atkvæði skiptir engu máli, sagði kunningi minn við mig um daginn. Ég svaraði þessu ekki, þó að ég yrði mjög undrandi á þessari yfirlýsingu hans. Eftir því sem mjórra er á mununum eins og staðan er nú, þá vex vægi hvers atkvæðis alveg upp í þá stöðu að munurinn sé eitt atkvæði. Þá fellur mál eða stendur eftir því hvort eitthvert atkvæði segir JÁ eða NEI. Viðkomandi gæti þá spurt sjálfan sig eftir á: Hvað ef ég hefði ekki farið á kjörstað eða skilað auðu? Hvað ef ég hefði greitt atkvæði á hinn veginn?

Kjósendur verða að gera sér grein fyrir því að sérhvert atkvæði gegnir hlutverki og getur á endanum ráðið úrslitum ef málin þróast með líkum hætti og ég var að viðra. 

 Kjósendur þurfa líka að temja sér þann þankagang, að það sé siðferðisleg skylda sérhvers borgara að mæta á kjörstað. Hvað hann svo gerir í kjörklefanum er alfarið hans mál og hann þarf aldrei að segja frá því frekar en honum sjálfum sýnist. En kostirnir eru í raun margir í sérhverjum kosningum. Í þeim kosningum, sem nú fara í hönd, eru möguleikarnir þó eins fáir og orðið getur: JÁ/NEI/AUTT/ÓGILT.


Steingrímur!

Hver á að dæma um það hvernig hagsmunir Íslands liggja eftir Nei-ið sem þú færð í andlitið á morgun? Ég veit vel að þú ætlar þér valdið til þess og ég veit líka vel hver þinn dómur verður. Hann verður að fullu og öllu í samræmi við þín yfirlætisfullu orð: Enginn er mér fremri og enginn getur betur en ég. Ég, ég og ég ætlum að gera góða hluti, þó enginn sjái ágætið nema ég.
mbl.is Óvíst hvort kjósa þyrfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn verða að hafa kjark...

...til þess að hafa að engu bullið úr Jóhönnu, sem hefur ekki hundsvit á viðskiptum á minnsta skala, hvað þá á milli þjóða. „Ég er sammála þeim sem halda því fram að þeim mun lengur sem málið er óleyst þeim mun dýrara og skaðlegra verður það fyrir íslenska þjóð,“er haft eftir henni í fréttinni og vonandi réttilega. En mér finnst ástæða til að rifja það upp að þennan söng höfum við heyrt áður. Það var blásið í þessar sömu flautur í fyrra þegar Æseifur var felldur með 98/2 eða eitthvað svoleiðis. Því miður er líklega engin von á slíkum úrslitum núna, það lítur út fyrir að mjótt verði á mununum. Nýjustu kannanir segja 52/48, en sá munur er innan skekkjumarka.

Það er líka rétt að benda á það og halda til haga að allar tafir, sem orðið hafa á samþykkt þeirra endemissamninga sem þessi endemisstjórn hefur látið gera, hafa breytt stöðu okkar til hins betra. Þessi stjórn brást þjóðinni algjörlega strax í upphafi ferils síns og hefur ekki séð að sér og til þess er engin von að mínu mati.


mbl.is Menn verða að hafa kjark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband