Færsluflokkur: Bloggar

Sammála Steingrími

ALdrei slíku vant er ég sammála Steingrími J. Sigfússyni og er orðið ár og dagur síðan í það minnsta. Ásta R. Jóhannesdóttir klúðraði málinu með því að ákveða að atkvæði yrðu greidd um hvern og einn sér. Niðurstaðan hefði vafalaust orðið önnur ef fyrst hefðu verið greidd atkvæði um að ákæra fjóra, en að henni felldri hefði líklega verið samþykkt að ákæra þrjá. Þá hefði Jóhanna orðið fyrir alvarlegu áfalli, því var Ingibjörg Sólrún búin að lofa henni. Hún hefði tvímælalaust staðið við þá hótun sína. Jóhanna kippti í spotta og fékk flokkssystur sína í forsetastólnum til að stýra málinu upp á sker með því að láta greiða atkvæði um einn í einu og tryggja þannig upplausn.
mbl.is Eitt hefði átt að ná yfir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig fór um sjóferð þá

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson anda nú léttara. Skiljanlega. Einn situr eftir og verður dreginn fyrir Landsdóm: Geir H. Haarde. Hans ábyrgð sem forsætisráðherra er mest, hann ber ábyrgð á öllum ráðuneytunum í raun. Þessi niðurstaða er samt ekki góð og verður ekki hægt að líta á hana nema sem klúður. Þar er um að kenna þeim Samfylkingarmönnum sem höfðu geð í sér til að neita ákæru á hendur flokkssystkinum, að því er best verður séð eingöngu vegna þess að um flokkssystkin var að ræða. Engin spurning er að þarna réði kúvending Jóhönnu Sigurðardóttur öllu um. Hún ákvað skyndilega að vera alfarið á móti málinu sem hún fram að því hafði stutt. Það var af einskærri hræðslu við persónulegar afleiðingar fyrir hana sjálfa. Nokkrir af hennar hjörð ákváðu að fylgja foringjanum. En það er ábyggilega ekki séð fyrir endann á málum Jóhönnu Sigurðardóttur frekar en Geirs H. Haarde. Það er vafalaust líka heitt undir Össuri Skarphéðinssyni.
mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfi Svandísar

Það er alvarleg grilla sem Svandís er haldin. Vanhæfi hennar er á engan hátt bundið við þetta mál. Hún er bara vanhæf. Punktur.
mbl.is Svandís lýsir sig vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga Atlanefndar felld?

Það væri eftir öllu. Er þingmönnum fyrirmunað að skilja að þeir eru að móta álit þjóðarinnar á samkundunni? Það kemur í ljós í dag hverjir hafa kjark og hverjir eru kjúklingar. Það verður víða og vandlega bókað. Ljóst er að einstaklingar í hópi þingmanna, sem greiða atkvæði á móti ákærum, sem og flokkar sem verða í áberandi meirihluta á móti, munu njóta takmarkaðri vinsælda en annars í næstu þingkosningum. Einhverjir núverandi þingmanna munu falla af þingi vegna þeirrar afstöðu sinnar sem kemur í ljós síðar í dag. En það heitir þá að vísu að standa eða falla með sínum skoðunum og er þá virðingarvert sem slíkt. En hafi nokkru sinni verið fylgst með gjörðum alþingis þá verður svo í dag.
mbl.is Atkvæði um málshöfðun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Loksins kemur vitræn tillaga. En þar sem Alþingi er nú ekki þeim vanda vaxið að afgreiða góðar tillögur með vitrænum hætti, mun þessari verða drepið á dreif, stungið undir stól, sett í nefnd, svæfð..... hvað sem við nú viljum kalla það. Allt annað en það að hún verði samþykkt. Alþingi er til þess eins treystandi að klúðra málum, enda er það fyrirlitið af þjóðinni. Sú mun verða reyndin í þessu máli.
mbl.is Ráðherrar verði ekki þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALþingi fyrirlitið

Hvað eiga svona vinnubrögð að þýða? Hvers vegna mátti ekki greiða atkvæði um tillögur nefndarinnar? Skítt með Samfylkinguna, hún hefði alveg mátt klofna ef það var í spilunum. Það er ekki bara svo að Alþingi njóti ekki virðingar, heldur er það beinlínis fyrirlitið. Ástæðan er endalaust rugl eins og þetta. Það eina sem þinginu er fullkomlega treystandi til er það að klúðra málum og drepa þeim á dreif. Svei.
mbl.is Vísað til þingmannanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með 2 peð?

Þetta er alveg eftir Jóhönnu. Því miður mun hvorugur þeirra nýju þingmanna xS sem sátu í nefndinni hafa áttað sig á því að Jóhanna væri fús til þess að fórna þeim ef henni sýndist svo. Hún skirrist ekki við að kúvenda. Það sem fyrir nokkrum dögum var afburða þrekvirki er nú illa unnið og einskis virði. Að minnsta kosti einn af þeim sem ákæra skyldi verður sýknaður fyrir Landsdómi segir Jóhanna. Með þessu er hún að senda Landsdómi fyrirmæli, ef svo skyldi fara að ISG verði ákærð. Vafasamt er hvort dómurinn tekur nokkurt tillit til þessarar skipunar frá Jóhönnu, en fyrirskipunin er samt alls ekki í dulargervi.

 Leitt er að vita til þess að kjarnakonan Oddný Harðardóttir, sem fyrir nokkrum dögum var ítrekað orðuð við ráðherraembætti skuli nú ásamt Magnúsi Orra, samstarfsmanni sínum, allt í einu vera stungin í bakið af Jóhönnu og sökkt á kaf í þann sora sem Samfylkingin virðist vera orðin. En það var ekki við neinu betra að búast af Jóhönnu og verður aldrei. 


mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengisvísitala hækkaði

Fréttin segir í inngangi að gengi krónunnar hafi lækkað og að gengisvísitala hafi lækkað. En það getur ekki farið saman. Ef gengi krónunnar lækkar þá hækkar gengisvísitala, því að hún mælir verð erlends gjaldeyris í krónum. Hafi krónan minnkað þá hækkar verð gjaldeyris, og þar með gengisvísitalan.
mbl.is Gengi krónunnar lækkaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting?

Þarf að gera byltingu til að koma þessu hyski (J+S) frá völdum? Þeirra tími kom og var fljótur að líða. Hann hvarf á braut um leið og þau sviku öll loforðin sem þau gáfu fyrir síðustu kosningar. Reistu skjaldborg, já. En um auðmennina og bankana. Ekki heimilin eins og þau lofuðu. Allt upp á borð, gagnsæ stjórnsýsla. En bara þó þannig að alþingi fái aldrei að sjá grundvallargögn í málum sem fyrir það eru lögð. Dæmi: Icesave, landsdómur. Alt skal vera leyndó. En okkur kemur þetta við. Skjöl sem málið varða mega ekki vera fótum troðin undir borðum.

Steingrímur hefur aldrei talað eitt orð erlendis í umboði þjóðarinnar. Hann hefur alla tíð komið fram eins og öflugasti talsmaður Breta og Hollendinga og talað gegn þjóðarhag Íslands hvenær sem hann hefur fundið tækifæri til. Undarlegur er þankagangur þessa ómerkilegasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar. Fyrirlitlegt.


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítþveginn engill

Það er merkilegt að aldrei sér maður glæpamenn fegraða jafn glæsilega og þegar Sveinn Andri þylur upp romsurnar sínar. Hann er eini lögfræðingurinn sem ég get komið fyrir mig í hópi þeirra sem verja brotamenn, sem ófrávíkjanlega fer í blöðin og básúnar ágæti síns heiðvirða umbjóðanda. Það bregst mér ekki að Sveinn Andri leggur þeim mun meira á sig við englapússið, sem fleiri blettir hafa á viðkomandi fallið.

 


mbl.is „Jón blessunarlega laus við fordóma"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband