Færsluflokkur: Bloggar

Sjálfstæði Alþingis

Til þess að auka veg og virðingu Alþingis, sem þingmenn sjálfir hafa troðið í svaðið undanarna áratugi, gæti að mínu mati komið til greina að ráðherrar mættu ekki eiga sæti á Alþingi. Ef þingmaður tekur ráðherraembætti yrði að kalla varamann hans til þingsetu. Ráðherrar gætu sótt þingfundi að vild með áheyrnarrétt og skyldu til að sitja fyrir svörum. Þeir hefðu hins vegar ekki atkvæðisrétt á þinginu. Skerpt yrði á því í stjórnarskrá að Alþingi sé ríkisstjórninni æðra og geti sett hana af hvenær sem því sýnist. Ríkisstjórn sé skylt að framfylgja ályktunum Alþingis. Allt þetta þarf að setja fram í stjórnarskrá með alveg óyggjandi hætti.

Hvað varðar landsdóm og ákærur á hendur hrunstjórnarmönnum sem nú kveina og segja að unnið sé eftir úreltum lögum mætti kannski hafa orð á því að árum saman hefur þetta lið átt þess kost að breyta stjórnarskránni og fella úr henni úrelt ákvæði en verður nú að gjalda þess að hafa vanrækt það eins og annað. Það verður að vinna eftir þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni hversu úrelt sem þau kunna að vera. Ekki er hægt að æpa bara þegar menn standa augliti til auglitis við ákærurnar: "Lögin eru úrelt!"  og ætlast til þess að þá séu þau bara lögð til hliðar. Þannig virkar réttarríkið ekki.


mbl.is Auka verður sjálfstæði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri þarf að ákæra

Það er vissulega sjálfsagður hlutur að stefna þessum fjórum fyrir Landsdóm: Geir, Ingibjörgu, Árna M. og Björgvini. En auk þeirra ætti að stefna Jóhönnu og Össuri hið minnsta. Þau sátu bæði í hrunstjórninni og eiga að bera ábyrgð á verkum hennar eins og hin. Ég vildi líka láta Davíð og Halldór inn í þennan pakka og skoða allt frá upphafi einkavæðingar bankanna. Þar var margur glæpurinn framinn og þeir tveir voru ekki hvítþvegnir englar. Rót ófaranna er í einkavinavæðingarbrjálæði Davíðs og Dóra.
mbl.is Líkur á landsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Undirokaða kynið"

Hér áður fyrr var menntun eingöngu ætluð körlum. Konur þurftu varla að kunna að lesa eða skrifa, það átti að vera meira en nóg fyrir þær. Enda hafa þær verið undirokaða kynið allavega á sviði menntunar um aldir, þó að finna megi fjölmargar undantekningar frá þessari meginreglu.

En nú eru hlutirnir að byrja að snúast við. Það að konur séu betur menntaðar en karlar er ekki einskorðað við Bandaríkin. Hér á landi hafa fleiri konur lokið stúdentsprófi en karlar á hverju einasta ári frá því fyrir 1980. Háskólanemar á Íslandi eru miklu fleiri kvenkyns en karlkyns. Mjög stutt er að bíða þess að konur skipi æðstu valdastöður í miklum meirihluta. Þar með verða karlar innan skamms (kannski 20 ár?) hið undirokaða kyn ef svo heldur sem horfir. Tölur um fjölda brautskráðra eftir kynjum fást á vef Hagstofu Íslands.

Mikil umræða hefur verið um nokkurra ára skeið um vaxandi skólaleiða drengja og að þeir finni sig ekki í skólunum og er ekki ljóst hvað veldur. Mér býður í grun að meginástæðan sé sú að kennarastéttin er í sívaxandi meirihluta kvenfólk, sér í lagi í grunnskólum, en vaxandi í framhaldsskólum einnig. Ekki svo að skilja að konur séu almennt lakari kennarar en karlar, heldur hitt að ungir strákar telja sig sjá að menntun sé fyrst og fremst fyrir konur.

Þetta er háskaleg þróun. Auðvitað þarf að reyna að stilla inn á jafnvægi í þessu sem öðru. En meðalhófið reynist oft vandratað.


mbl.is Ungar konur með 8% hærri laun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur er ekki Jónsson

Hvernig væri að moggamenn reyndu nú að hunskast til að skammast sín og fara rétt með nöfn þjóðþekktra manna svo sem eins og þingmanna og/eða ráðherra? Sem dæmi þá er Ögmundur ekki Jónsson heldur Jónasson.
mbl.is Íhugi þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur Jóhönnu

Loksins líst mér á Jóhönnu og var nú kominn tími til. Hún blessunin sagði ævinlega að hún myndi bera hag fjölskyldna og þjóðarinnar fyrir brjósti í öllum sínum gerðum. Það örlaði reyndar aldrei á slíku nema að í hlut ættu fjölskyldur burgeisanna sem öllu höfðu stolið af hinum. Fyrr en kannski nú. Nú segir hún að hún hafi áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Það líkar mér vel að heyra, því að þá er öll þjóðin í spilinu. Mikið var að Jóhanna hugsaði til þjóðarinnar.
mbl.is Hefur áhyggjur af stjórnarandstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrókeringar

Ekki er enn ljóst hvað á endanum mun koma út úr ruglinu. Alveg blasir við að Jóhanna hefur ekki komið fram vilja sínum, því að þá væri þessum hrókeringum lokið. Líklega hefur einhverjum tillögum hennar verið mótmælt í báðum flokkunum og verið er að reyna að ná samkomulagi. Hægt er að ímynda sér að allt verði við suðumark í nótt og fram á morgun. Það hefur hins vegar verið vitað alla tíð þessarar ríkisstjórnar að utanþingsráðherrarnir hyrfu á braut þegar uppstokkun yrði.
mbl.is Ráðherraskipti á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull í Álfheiði

Auðvitað skiptir stefnan máli. En að einstaklingarnir skipti ekki máli, það er bara þvæla. Það stafar af því að það eru einstaklingarnir sem móta stefnuna að sínum geðþótta. Sá sem er ráðherra gerir það sem honum sýnist svo lengi sem hann fær að sitja og fullyrðir að þetta sé allt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, þó svo að hann sé eini maður veraldar sem lætur svo heita.
mbl.is Stefnan skiptir máli - ekki einstaklingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhannesar saga

Það getur varla liðið á löngu áður en saga Jóhannesar í Bónus verður skrifuð. Ferill mannsins er stórmerkilegur í raun, þó að hann sé ekki fagur að mínu mati. Hann hófst nógu fallega þegar Jóhannes byrjaði smátt og barðist fyrir að halda niðri vöruverði. Margur naut góðs af því og enn er ódýrast að versla í Bónus. En siðferði mannsins hrakaði og hin síðustu ár hefur hann virst vera alveg jafn gjörsneyddur öllu siðferði og sonur hans.
mbl.is Jóhannes hættir hjá Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í miðju kafi brems

Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var sett á laggirnar hefur umhverfisráðherra haft öll sín horn í síðu álvera sem löngu fyrr var búið að ákveða að hrinda í framkvæmd. Ekki verður séð að iðnaðarráðherra hafi orðið að miklu gagni heldur. Það er einhvern veginn eins og þeim standi nákvæmlega á sama um allt það fjármagn sem búið er að kosta til í Helguvík og á Bakka. Það skal bara þumbast við og staðið á bremsu. Alltaf má stofna nýja nefnd....
mbl.is Búið að verja 40 milljörðum í verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... hressa upp á guðfræðina

Skriftaguðfræði en ekki skriftarguðfræði. Þessi guðfræði snýst nefnilega um skriftir en ekki skrift.
mbl.is Kirkjan hressi upp á guðfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband