Færsluflokkur: Bloggar

Landeyjahöfn

Blaðamenn mbl.is eru þekktir fyrir slappa málkennd og lélega kunnáttu í móðurmáli sínu. Það er þeim til skammar. Hér í þessari frétt er talað um Landeyjarhöfn. Sú höfn er hvergi til. Höfnin er kennd við Landeyjar, sem í eignarfalli er Landeyja og ég held að umræddir blaðamenn gætu fundið það út sjálfir ef þeir nenntu bara að fallbeygja orðið. Af því að eignarfallið er til Landeyja, þá heitir höfnin Landeyjahöfn en ekki Landeyjarhöfn. Er þetta flókið? Nei.
mbl.is Ekki tókst að ljúka sanddælingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veldur?

Reykjanesbær fær álagningu samkvæmt þessari frétt upp á rúmlega einn milljarð króna, en Kópavogur, Akureyri og Hafnarfjörður, sem allt eru stærri sveitarfélög og ættu að hafa meira umleikis fá álagningu upp á 540 milljónir, 470 milljónir og 381 milljón. Hvað er á bak við þennan hrópandi mismun? Reykjanesbær fær álagningu upp á ca. 60% af gjöldum Reykjavíkurborgar, sem er fimmfalt stærra sveitarfélag. Mig vantar tækar skýringar á þessu.
mbl.is Ríkissjóður greiðir hæst gjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur

Það hlaut að vera. Það er búið að reyna þau Jóhönnu og Steingrím nógu lengi til þess að fullreynt var að svona lagað kæmi ekki frá þeim. Ögmundur er ekki fyrr kominn til starfa aftur í ráðuneyti en að góðir hlutir fara að gerast af hans völdum. Til hamingju Ögmundur, mannréttindaráðherra.
mbl.is Frumvarpið mannréttindabót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta skref

Þetta er algjörlega fyrsta raunhæfa skrefið af viti sem þessi aulastjórnvöld okkar að öllu öðru leyti hafa tekið í málum heimila sem illa hafa farið út úr hruninu. Sá sem sér fram á gjaldþrot, hvernig sem hann berst í bökkum, sér þó vonandi einhverja vonarglætu fólgna í þeirri vitneskju að hrægammarnir eigi ekki meira en tveggja ára tíma til þess að elta hann. Eftir það geti hann mögulega farið að rétta úr kútnum. Þessi vissa mun tvímælalaust virka í þá átt að draga úr sjálfsmorðum, sem orðin eru ótrúlega algeng í seinni tíð.
mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður 2000

Óraunhæfir draumar eins og Friður 2000, kjarnorkuvopnalaus heimur 2020, heimsendir 2012 o.s.frv., það er furðulegt hvað fólk getur látið sér detta í hug. Það er ekkert að því að unnið sé að kjarnorkuvopnalausum heimi, en að tímasetja slíkt eftir einn áratug er fráleitt. Þó gæti það kannski átt sér stað ef allar kjarnorkubirgðir veraldar yrðu „nýttar“ til þess að útrýma öllu mannkyni fyrir þann tíma. Þannig gæti draumurinn ræst, en öðruvísi ekki.
mbl.is Reykjavík styður kjarnorkuvopnalausan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Það er hið besta mál að Baldur skuli ákærður og að líkindum verður hann dæmdur. Vonandi er að þetta sé bara byrjun á mörgum málaferlum af þessu tagi. Er ekki nokkuð ljóst að Össur og Árni Þór hafi búið yfir innherjaþekkingu þegar þeir seldu stofnbréfin í Spron? Ég held að það hljóti að vera ljóst. Er þá ekki rétt að ákæra þá? Og auðvitað marga fleiri, sem mér er ekki kunnugt um en sérstökum saksóknara er vonandi kunnugt um. Því miður mun upphefjast grátkór innan skamms, sem hefur það eitt hlutverk að fegra Baldur og gera ljóst að hann sé engill í mannsmynd. En slíkur söngur á ekki að hafa vægi í sakamálum.
mbl.is Baldur Guðlaugsson ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liu Xiaobo

Þessi kínverski andófsmaður, sem um ýmislegt minnir á Gandhi, er verðugur handhafi friðarverðlaunanna. Að þessu sinni tókst valnefndinni betur upp en í fyrra, en þá stóð heimurinn á öndinni af hneykslun eins og vel mátti heyra á frægu myndbandi frá þeirri athöfn, þegar formaður valnefndar tilkynnti um niðurstöðu hennar.

Gandhi barðist á sinn hljóðláta hátt gegn erlendu ofurvaldi en Liu Xiaobo berst með svipuðum aðferðum gegn ofurvaldi innlendra afla, sem brjóta mannréttindi á hvern þann hátt sem þau telja sjálfum sér heppilegt heima fyrir.


mbl.is Kínverskur andófsmaður fær Nóbelsverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni, segðu frá

Bjarni verður að skýra frá viðræðum sínum við Cameron ef hann vill ná áliti íslensku þjóðarinnar sér í hag. Og þá er líka alveg eins gott fyrir hann að hann hafi ekki verið að gera leynisamkomulag við breska yfirgoðið um það hvernig hægt verði að knésetja okkur. En svo lengi sem hann ekki skýrir frá innihaldi viðræðnanna er auðvelt að gruna hann um græsku. Allt leynimakk er af hinu illa.
mbl.is Ræddi Icesave við Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafn er skarpur sálgreinir þjóðfélagsins

Ég held að fyrri mótmæli hafi einkennst af reiði en að mótmælin núna einkennist af heiftarlegum vonbrigðum. Þar held ég að munurinn liggi.“

Þetta segir Hrafn Gunnlaugsson í góðu viðtali. Ég er alveg viss um að þetta er rétt hjá Hrafni. Reiðin var drifkraftur búsáhaldabyltingarinnar. Nú eru allir búnir að horfa upp á hið fullkomna getu- og viljaleysi alls fjórflokksins til þess að leysa málin. Vonbrigðin eru svo gífurleg að menn geta ekki einu sinni orðið reiðir. Fólki sárnar bara.

Það er sama hvert litið er. Hvergi virðist skjól að fá, enda var skjaldborgin reist um óvinina, gerendurna en ekki þolendurna. Stærsta og ógeðslegasta lygi síðari tíma pólitíkur var fullyrðingin: Við munum reisa skjaldborg um heimilin í landinu.


mbl.is Bankarnir áttu að fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðin

Í fjórða lagi þarf að tryggja aðlögun skulda heimila og fyrirtækja, með virkri þátttöku lánastofnana.

Af hverju er þetta í fjórða sæti af fjórum mögulegum? Þetta er bara eins og yfirlýsing um það að heimilin í landinu skipti minna máli en allt annað. Enda sést það á sívaxandi fjölda uppboða og þúsundunum sem eiga sitt eina athvarf á götunni fjölgar í sífellu. Hungraðir og klæðfáir öryrkjar og atvinnulausir eiga ekki of góða daga. Ríkisstjórnin veit klárlega hvar breiðu bökin eru. Hin virka þátttaka lánastofnana kemur hárbeitt fram í því að semja aldrei við einstaklinga eða smærri félög um að þeir greiði eftir því sem þeir geta, heldur er ýtrustu kröfum haldið til streitu og svo er bara krafist uppboðs og gjaldþrots. Þessi stefna er öllum í óhag, líka bönkunum, því að þeir fá minna út úr þessu heldur en með samningalipurð og sveigjanleika. En það er ekki von á góðu þegar gírugu stjórnendurnir eru líka vitgrannir.


mbl.is Þriðja endurskoðunin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband