Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilegt

Það er frábært að loks skuli vera lokið tímabili sendiherraleysis Bandaríkjanna á Íslandi. Luis Arreaga mun vonandi verða mun betri í starfi sínu en enginn. Við bjóðum hann velkominn og væntum góðs af störfum hans. Skyldi hann svo fá orðu eða...?
mbl.is Sendiherra þakkar Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver höndin upp á móti annarri

Myndin sem fylgir þessari frétt er stórmerk í alla staði. Hún sýnir eftirfarandi: Álfheiður Ingadóttir hefur engan áhuga á því sem hinir íðilsnjöllu Steingrímur og Atli eru að tala um í fúlustu alvöru. Katrín er blendin, gefur Álfheiði auga, en er þó með báðar hendur á lofti í öflugri sveiflu. Atli og Steingrímur hafa líka hendur á lofti og staðfestir myndin fullkomlega það sem margur hefur lengi haldið: Innan raða Vinstri grænna er hver höndin upp á móti annarri.
mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttist

Nú fer loksins að styttast í rammasamning, sem nauðsynlegt er að fá fram til þess að geta myndað sér skoðun. Svo er bara að samþykkja eða hafna. Nú dynur hræðsluáróðurinn sem aldrei fyrr: Ekkert er í boði nema aðlögun og allt það og hvað það er látið heita. En munum það að möguleikinn á höfnun er til staðar og ef samningurinn hentar ekki þjóðinni þá verður málinu hafnað alveg eins og Icesave. Það er ekkert flókið við það. Þjóðin á síðasta orðið og þannig á það að vera. Allar aðrar útgáfur af þessu eru allsendis ótækar, þar með talið fyrirfram þjóðaratkvæði og eða að draga umsóknina til baka. Það hefði bara það eitt í för með sér að fá aldrei að vita hvað í raun og sann er í boði. Minnir á strút! (Bið strúta afsökunar, því að mér skilst að þessu sé logið upp á þá).
mbl.is Formlegar viðræður að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fischer

Nú er dálítill tími liðinn frá því að Fischer var grafinn upp og tekið sýni til DNA greiningar. Hvenær má vænta niðurstöðu? Trúlegt þykir mér að barnið sé hans.
mbl.is Lögðu fram mynd af Fischer með dótturina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún?

„Af öðrum verkefnum slökkviliðsins í dag má nefna að hún var kölluð út í olíuhreinsun eftir umferðaróhapp við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur um fimmleytið í dag.“

Já, en... Hver er þessi „hún“? Kona slökkviliðsstjórans kannski? eða...


mbl.is Bátur sökk í höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti ógnað ríkisstjórninni!

Það er nú ekki vonum fyrr að upp komi mál þar sem ósamlyndi flokkanna komi alvarlega upp á borðið eins og nú er að gerast í þessu máli. En hér er allt dæmigert fyrir fádæma léleg vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar, sem aldrei birgir brunninn fyrr en eftir að barnið er dottið ofan í hann. Hverju barninu á fætur öðru er fórnað. Alltaf er viðkvæðið að ef barn detti ofan í og drukkni, þá verði nú eitthvað gert til þess að smíða lok.

Í þessu Magma-máli er búið að vera hverjum græningja ljóst í fjölmarga mánuði hvert stefnt var. Ríkisstjórn Íslands gat þó aldrei séð það, eða bara stóð alveg á sama. Hvers vegna voru ekki allir í VG og sumir í Samfó búnir að vakna til vitundar fyrr? Vandalaust hefði verið fyrir vakandi ríkisstjórn að smíða brunnlok með því að breyta lögum og reglugerðum sem hefðu komið algjörlega í veg fyrir þessa sölu. Það að tala eftir á um að breyta samningnum, rifta honum eða hvað það nú kann að vera er ekkert annað en áfellisdómur um dáðlausa ríkisstjórn.

Fullyrðing Atla Gíslasonar um að samningurinn sé ógildur og ólögmætur er því miður tómt píp enda styður hann hana engum rökum.  Það er hinn bitri sannleikur að í málinu var snúið á vilja þjóðar og líklega meirihluta Alþingis með því að fara eftir lögunum út í æsar.


mbl.is Gæti ógnað ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt í samning?

Nefndirnar geta svo sem samið sín á milli um hvað sem er. En höfum í huga að ekki er hægt að skuldbinda íslenska þjóð án þess að samþykki Alþingis komi til í formi laga frá Alþingi. Enginn vafi er á því að svo öflug eru tök Jóhönnu og Steingríms á flokksmönnum sínum að þeim tækist að merja slíkt í gegn. Þá brýtur enn og aftur á Ólafi Ragnari. Ég treysti honum til að hafna slíku eins og hann hefur áður gert. Þá kæmi til kasta nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn og aftur yrði öllum afarkostum hafnað.

Gerum samninganefndunum ljóst að aldrei verður neitt samþykkt nema að það feli í sér að allar eignir Landsbankans verði metnar og gangi upp í skuld Landsbankans. Það sem út af stendur, sé það nokkuð, má síðan ræða um ef vextir á því eru sanngjarnir, svona 2-3%, en 5% eru glæpavextir. Sumir halda að það muni nú svo sem ekki miklu, hvort að vextir eru 3% eða 5%, en þeim hinum sömu til upplýsingar skal á það bent að tvöföldunartími fjárhæðar á 3% vöxtum eru nokkurn veginn 24 ár en á 5% vöxtum ekki nema rúm 14 ár. Það munar ansi miklu þegar þannig er skoðað.

Telji Bretar og Hollendingar þetta vera óaðgengilegt verða þeir að sækja málið að lögum, en eins og oft hefur komið í ljós, þá vilja þeir alls ekki fara þá leið. Ég hef nokkrum sinnum áður bent á hvers vegna það er og endurtek það ekki hér. En þessi staðreynd styrkir mjög samningsstöðu okkar ef eitthvað er.


mbl.is Icesave samningar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnumaður Breta

Steingrímur er vinnumaður þriggja ríkisstjórna sem allar vinna af alefli gegn íslenskum hagsmunum í þessu máli. Þetta eru ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands. Hann segir að aðdragandi þessara funda hafi ekki verið langur. Samt hefur hann ekki linnt látunum frá því í mars við að reyna að koma á fundum en hefur ekki verið virtur viðlits fyrr en nú. Það er svosem ekkert langur aðdragandi, neinei. Við skulum vera viðbúin nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu og tilbúin að hafna aftur allri þeirri lögleysu sem klárlega verður á borð borin sem afleiðing þessara funda. Það er ekki hægt að reiða sig á Alþingi, sem Steingrímur og Jóhanna halda í heljargreipum, svo að nú verður herra Ólafur að standa vaktina og vísa þessari fyrirséðu hörmung til þjóðarinnar. Engin furða að Bretaþjónarnir hafi horn í síðu hans og vilji leggja forsetaembættið niður. Það minnir á það þegar Davíð lagði niður Þjóðhagsstofnun af því að hann var ósammála niðurstöðum hennar. Steingrímur og Jóhanna myndu leggja þjóðina niður ef þau bara gætu.
mbl.is Fagnar viðræðum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... í þúsund brotum ...

Mér brá þegar ég sá þessa frétt. Fyrirsögnin sagði að þyrla væri í þúsund brotum og í fréttinni sjálfri að hún væri í þúsund molum. Mín málkennd er þannig að þyrla sé ekki í þúsund brotum eða molum nema því aðeins að hún hafi farist og brotnað í sundur. Sem betur fór var það ekki staðreynd, því að í ljós kom að þyrlan var hvorki í þúsund brotum né molum, hafði hvorki brotnað né molnað í sundur. Þess í stað var hún í þúsund hlutum, því að hún hafði verið tekin í sundur. Alltaf sama slappa málkenndin hjá fréttamönnum.
mbl.is Þyrla í þúsund brotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk rök

Rökin sem talsmaður neytenda tiltekur í umsókn sinni eru gífurlega sterk og vandséð annað en að Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra muni fallast á þau og verða við beiðninni. Hún er sá ráðherra sem stendur upp úr öllu þessu eymdarliði eins og klettur úr hafi.

Það er óskaplega gott að þetta mál skuli heyra undir hana en ekki hinn utanþingsráðherrann, sem eftir því sem best verður séð er algjörlega tröllunum gefinn í öllu því sem hann segir og gerir. Ég held að hann myndi humma þessa beiðni endalaust fram af sér, því að hún er ekkert sérlega hagstæð fjármagnsfyrirtækjunum. Sá maður hefur illa brugðist í embætti sínu.


mbl.is Vill geta lagt lögbann á gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1132

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband