Færsluflokkur: Bloggar
1.7.2010 | 00:33
Heyr á endemi!
Þvílíkt rugl sem SFF (Samtök fjármálafyrirtækja) láta frá sér fara. Að halda því fram að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi skorið úr um mikilvægt atriði sem óvissa ríkti um í kjölfar dóma Hæstaréttar er eins fráleitt og orðið getur. Þrátt fyrir mátt og megin þeirra tveggja apparata sem hér um ræðir verður að segja eins og er, að þau hafa enn ekki fengið dómsvald í hendur og hafa því eðli málsins samkvæmt ekki skorið úr um eitt eða neitt.
Svo segir í fréttinni: SFF telja mikilvægt að þessari óvissu hafi verið eytt en árétta að enn ríkir óvissa um hvaða lánssamningar falli undir tilmælin. SFF hvetja stjórnvöld til að tryggja að sem allra fyrst verði skorið endanlega úr um þau óvissuatriði sem uppi eru. Miklu skiptir að dómstólar landsins vinni þau mál hratt og örugglega.
Eins og augljóst er af þeirri staðreynd að SÍ og FME hafa ekki dómsvald, þá hefur engri óvissu verið eytt. Ef eitthvað er þá hefur verið aukið stórlega á hana með þessum fíflagangi. Þetta er svo augljóslega runnið beint undan rifjum ríkisstjórnarinnar (Gylfa Magnússonar) en seðlabankanum og hinu handónýta fjármálaeftirliti er beitt fyrir vagninn og svo kemur ríkisstjórnin saman á fundi og klappar og segist vera að gæta hagsmuna alls almennings!
![]() |
Vilja skoða lagasetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2010 | 23:23
Upp í kok eða gjörsamlega upp í kok
![]() |
Segir níðst á alþýðunni á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010 | 18:34
Siðblindir
Steingrímur og Gylfi eru báðir siðblindir í málinu.
Í fyrsta lagi þá hefur Hæstiréttur kveðið upp úr um það að gengistrygging lána í íslenskum krónum var ólögleg og fellur þess vegna út úr samningunum. Það er ekkert óljóst við þetta.
Í öðru lagi þá segjast þeir vera að gæta að hagsmunum almennings svo að réttur þeirra sem eru með vísitölutryggð lán verði ekki fyrir borð borinn. Þá er nú það að athuga að það er ekkert verið að skerða þeirra rétt með neinum hætti þó að hagur annarra sé bættur. Hins vegar væri ekki úr vegi að þeir athuguðu það, að vegna hrunsins og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar í kjölfarið hefur lánskjaravísitala hækkað óralangt umfram það sem nokkurn tímann var við búist. Þar er um fullkominn forsendubrest að ræða. Ég hef í mínum bloggum bent á það mörgum sinnum að auðvelt væri að koma til móts við þennan hóp lántakenda með því að skipta vísitölubótum til helminga (eða í einhverju öðru hlutfalli). Þetta er reikningslega mjög einfalt. Þá verða báðir aðilar að axla nokkra ábyrgð á gerðum sínum, lántakinn og lánveitandinn. Þegar Pétur Blöndal gefur yfirlýsingu um að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera verð ég alveg fullviss um að þetta sé hin rétta leið.
Í þriðja lagi er það alveg galið að senda út tilmæli til lánastofnana um að innheimta seðlabankavextina, 8,25% eða hvað þeir nú eru. Til slíks standa engin lög og með því eru ríkisstjórn, seðlabanki, fjármálaeftirlit og lánastofnanir (ef þær fara að tilmælunum) öll orðin lögbrjótar. Ef ríkisstjórnin virkilega vill haga málum svona, þá verður hún að setja lög sem tryggja að þannig verði á málum haldið. Slík lög yrðu þó alltaf vafasöm í besta falli, því að á Íslandi er bannað í stjórnarskrá að setja afturvirk lög. En eins og ríkisstjórnin hefur margsinnis sýnt og sannað þá er henni það andskotann eitt hvað stjórnarskráin segir.
Í fjórða lagi þá er það svo að dómstólum ber að dæma eftir lögunum og lögunum einum. Það þýðir það að sanngirni (sem menn eru síðan alls ekki sammála um hvað er í þessu tilviki) kemur málunum ekkert við, heldur eingöngu laganna bókstafur. Ef að lög eru ekki til um tiltekið atriði, þá getur dómurinn ekki dæmt eða hvað?
Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni.
![]() |
Niðurstaða dómstóla í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2010 | 19:27
Áfram svona
![]() |
Tekur til varna gegn EFTA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2010 | 14:09
Loksins
![]() |
Samþykkt að hefja viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2010 | 11:23
Nöldur
![]() |
Konur nöldra í heila viku árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010 | 18:17
Frábær dómur
![]() |
Fallist á uppgröft Fischers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2010 | 18:01
Tvíræði - lýðræði
Hvernig getur Atli Gíslason ætlast til þess að fá lýðræðislega afgreiðslu nokkurs máls á meðan Jóhanna og Steingrímur sitja að völdum? Þeirra fyrirkomulag er tvíræði, sem vissulega er nýyrði að því er ég best veit, en vonandi skiljanlegt öllum á frekari skýringa.
Allt framferði tvíræðisparsins hefur verið á eina lund alla þeirra valdatíð: Það skiptir engu máli hvað við sögðum fyrir síðustu kosningar. Það skiptir engu máli hvað við lögðum upp með. Það skiptir engu máli hvaða skoðun þjóðin hefur á málefnunum. Okkar vilji skal ráða. Við völtum yfir okkar eigin flokksmenn eins og okkur sýnist. Við erum sterkir leiðtogar. Lengi lifi tvíræðið.
Mér er flökurt, afsakið mig....
![]() |
Eru andvígir frumvarpi Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010 | 17:51
Loksins
![]() |
Gengistryggingin dæmd óheimil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010 | 17:43
Dómur hæstaréttar
![]() |
Hafa ekki fengið lögfræðiálit vegna bílalána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1132
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar