Færsluflokkur: Bloggar

Æ sér gjöf til gjalda

Æ sér gjöf til gjalda segir máltækið. Kínverjar ætlast til að fá að njóta þessarar góðmennsku sinnar í ýmsu formi hér á landi. Þeir vilja til dæmis fá aðstöðu fyrir umskipunarhöfn. Þeir vilja einnig gerast umsvifamiklir í orkumálum og orkunýtingu hér.

Ágætt gæti verið fyrir okkur að fá örlítið brot af kínverskum ferðamönnum hingað til lands. Enginn Kínverji ferðast um heiminn nema hann sé mjög ríkur. Aðeins lítill hluti Kínverja eru mjög ríkir. Það er hins vegar samt svo mikill fjöldi að við skulum innilega vona að aldrei detti þeim í hug að fara að fjölmenna hingað, því að líklega sykki þá Ísland í sæ undan þunganum. Flott væri að fá svona 10 - 15 af hverri milljón Kínverja, við gætum líklega ráðið við það og tekjurnar af þeim kæmu í góðar þarfir.


mbl.is Kína hjálpaði Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar samfylkingar tíunda afrekin

Þá stendur víst til að ljúka þinginu. Einmitt þegar rík þörf er fyrir að það starfi og reyni að gera eitthvað af viti. Eða ætli sé kannski bara betra að þingið fari í frí, því hafa verið svo mislagðar hendur hvort eð er?

Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður. Nú munu allir hlusta með mikilli athygli á ræður forsætisráðherra og annarra ráðherra Samfylkingarinnar. Þau ætla eins og við er að búast að lýsa í öllum megin- og smáatriðum öllu því sem þau hafa áorkað heimilum og almenningi til hagsbóta. Þar er ekkert um að ræða og það játa þau á sig með því að taka ekki einu sinni til máls. Þetta mun vera einsdæmi í veraldarsögunni.

En vonandi er að þau sjálf fylgi sínu eigin fordæmi sem þau gefa í kvöld og þegi bara framvegis. Þeirra verður ekkert saknað þó svo að þau víki af leikvelli. Sama á við um VG. Við þessa ríkisstjórn voru bundnar meiri vonir en nokkra aðra í sögu lýðveldisins. Engin ríkisstjórn hefur reynst falskari, lygnari, dáðlausari og almenningi verri. Aldrei. Það er helv*** hart að þurfa að játa það, að hrunflokkarnir gætu ekki hafa reynst ver. Amen.

 

 


mbl.is Jóhanna tekur ekki til máls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunandi bensínverð

Þetta er bara hið besta mál að því leyti, að loksins virðist vera farið að örla á samkeppni í stað hins eilífa samráðs. Samráðið hefur tröllriðið öllu allt fram undir þetta. Engin leið er að trúa því að keppinautar hækki verð báðir sama daginn og báðir (allir) um nákvæmlega sömu upphæð upp á eyri án samráðs. Þetta hefur gerst hvað eftir annað síðustu áratugi og breyttist ekkert við málaferlin á hendur olíufélögunum. Þess vegna er gleðilegt ef nú örlar eitthvað á því að samráðinu sé kannski að linna og samkeppni sé að taka við. Neytandinn getur þá leitað uppi lægsta verðið.
mbl.is Mikill munur á bensínverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskur og hvalkjöt

Ekki kemur fram í fréttinni hvort það er unglingurinn eða blaðamaður National Geographic, sem heldur að fiskur og hvalkjöt sé meginuppistaðan í mataræði Íslendinga. Stór hluti þjóðarinnar borðar aldrei fisk og þá sér í lagi ungt fólk á aldur við þessa stúlku. Mikill hluti Íslendinga hefur aldrei bragðað hvalkjöt. Svona mikil uppistaða eru þessar fæðutegundir í mataræði okkar.

Við eigum nóg til af grænmeti hér og vona ég því að Kira Iwamoto (er hún af japönskum ættum?) þurfi ekki að svelta þó að hún bragði hvorki fisk né hvalkjöt hér.

Það verður gaman að sjá eitthvað af myndum hennar að aflokinni Íslandsdvöl. Vonandi tekur landið vel við henni og skartar sínu fegursta. Þá er erfitt að taka slæmar myndir á Íslandi, jafnvel þó að ekki sé um snilling að ræða, það hefur oft sannast á mínum Íslandsmyndum.

Ennfremur er þess að óska að stúlkan verði miklum mun fróðari um menningu og mataræði Íslendinga þegar hún hverfur heim aftur svo að hún geti leiðrétt eitthvað af þeim misskilningi sem hún greinilega hefur alist upp við.


mbl.is Boðið til Íslands til að mynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanntu annan?

Hlátur, ........................................................., hlátur, voða mikill hlátur.  Æ, æ, æ......

 Kanntu annan Jóhanna?


mbl.is Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi eða?

Hvernig er þetta nú hægt? Var skipverjinn sofandi eða fullur eða hvað? Hann hefur allavega ekki mikið horft í kringum sig.
mbl.is Strandaði við Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarvísitalan

Þetta er nú allt gott og blessað. En höfum nú í huga þá staðreynd, að svona vísitölur geta verið meinlega gallaðar og í raun algjör hrákasmíð. Með því er ekki endilega sagt að þessi vísitala sé þannig. En mér er í minni að fyrir hrunið, sem orsakaðist af spillingu, vanþekkingu og andvaraleysi, þá var það gefið út af sjálfskipuðum spillingarmælisérfræðingum, að Ísland væri eitt af minnst spilltu löndum veraldar. Aldeilis kom annað á daginn og hafa spillingarpésarnir líklega nýtt sér þessa snarvitlausu vísitölu út í æsar við sína spilltu gjörninga. Spilling á Íslandi? Nei, alls ekki. Mælingar sýna....
mbl.is Íslendingar eru friðsamir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegar aðstæður

Það er skelfilegt að hugsa sér svona slys. Erfitt er að ímynda sér að blessaður maðurinn sé á lífi eftir slíkt fall, 60 - 100 metra og lendir á klettasyllu. En björgunarsveitirnar eru þekktar að kraftaverkum, þó að þær geti vissulega ekki vakið fólk upp frá dauðum.

Slys á þessum slóðum verða allajafna vegna þess að ekki er nógu varlega farið. Kannski má segja slíkt um öll slys þegar öllu er á botninn hvolft. En spurning er hvort það er nægilega brýnt fyrir ferðamönnum, sér í lagi erlendum, að fara varlega og koma ekki nærri brúninni einmitt vegna hættu á að hrapa? Mönnum getur skrikað fótur og brúnin getur verið slútandi og hvaðeina.


mbl.is Maður féll í Látrabjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna bjargvættur

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra landsins, liggur undir miklu ámæli þessa dagana fyrir að segja Alþingi ósatt varðandi ráðningu Más Guðmundssonar í stöðu bankastjóra Seðlabankans.

Í gær fullyrti JS  í þingræðu, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu "bjargað tugum þúsunda frá gjaldþroti". Þetta er stór fullyrðing, sem engin innistæða er fyrir hjá ráðherranum. Tugir þúsunda heimila gæti átt við um svona 100 þúsund manns að minnsta kosti. Ég held að það gæti ekki farið hjá því að einhvers staðar heyrðist gott orð í garð Jóhönnu ef þetta væri satt, en því er nú ekki að heilsa. Allir sem opna munninn segja að það litla sem gert er, sé allt of lítið og allt of seint. Hér með kalla ég eftir því, að einhverjir sem Jóhanna raunverulega hefur bjargað frá gjaldþroti, láti í sér heyra og lýsi aðstæðum sínum fyrir og eftir björgunaraðgerðir hennar.

Á sama tíma og Jóhanna segir svona tröllasögur af sjálfri sér og sínu ágæti á Alþingi koma svona fréttir:  „Horfur eru á að um 230 fasteignir verði seldar á nauðungaruppboði á Suðurnesjunum á fyrri helmingi þessa árs. Í fyrra voru 94 eignir seldar allt árið og 28 árið 2007. Aukningin er fimmföld milli ára.“ Menn taki eftir feitletruðu orðunum, en leturbreytingin er mín. Ef björgunaraðgerðirnar hennar Jóhönnu væru á þeim skala sem hún lýsir, þá trúi ég því að staðan væri ekki svona.

Svo er Alþingi svona um það bil að fara í fríið sitt. Það er orðin aðkallandi nauðsyn að breyta þessu fyrirkomulagi. Alþingi þarf nauðsynlega að sitja allt árið. Þingmenn geta auðveldlega tekið sér frí eftir þörfum þrátt fyrir það, það er engin þörf á að allir séu í fríi á sama tíma. Það hefur ekkert skort á að þingmenn taki sér frí svo og svo lengi á meðan þing situr og þannig er vel hægt að haga þessu. Ákvæði væru sett um heildarfjölda daga eða þingfunda eða hvaðeina annað sem mönnum þætti rétt að miða við, sem þingmönnum bæri að skila árlega, en umfram það gætu menn tekið frí að eigin geðþótta.


mbl.is Fimmfalt fleiri undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horst Köhler

Hvers vegna stafsetja blaðamenn Mbl.is nafn mannsins að enskum hætti? Hann heitir Horst Köhler, en þar sem enskan á ekki ö notast þeir við oe í staðinn. En það er engin ástæða fyrir okkur að apa það upp eftir þeim eins og það sé hið rétta. Við eigum ö. Hvað er að ykkur fréttamenn?
mbl.is Líklegust til að verða forseti Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband