Færsluflokkur: Bloggar

Frábært framtak

Þessi kynningarherferð er aldeilis frábært framtak. Vonandi skilar þetta þeim árangri sem að er stefnt og jafnvel meira en það. Myndbandið við lagið hennar Emilíönu er þrælfínt, léttleikinn svífur yfir vötnum. Það eina sem ég saknaði var að mér fannst skorta myndir sem sýndu að gosinu væri raunverulega lokið (allavega í bili).
mbl.is Nota netið til að veiða ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómstólaleiðin

Það er algjör nauðsyn að dómstólaleiðin verði farin í þessu máli. Engin hætta er á að útkoman úr slíku yrði verri en sú niðurstaða sem Jóhanna og Steingrímur gætu hugsanlega náð. Skrýtið ósamræmi kemur fram á milli ummæla íslenskra ráðherra og Hollendingsins. Hann heldur því fram að beðið sé eftir svari Íslands við "tilboði" frá því í vetur. Íslenskir ráðamenn hafa margsagt á síðustu mánuðum að þeir hafi reynt allt hvað þeir geta að fá Breta og Hollendinga að samningaborði, en hafi í engu verið svarað. Við munum að sjálfsögðu borga það sem okkur ber eftir að dómur hefur fallið í málinu. Fyrr en slíkur dómur fellur höfum við um ekkert að ræða við ríkisstjórnir þessara landa.
mbl.is Dómstólaleiðin í raun farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er það pólitískt gáfulegt

að gefa svona yfirlýsingar eins og Sóley núna og Dagur B. Eggertsson í gær eða fyrradag. Ef við nú tökum mark á þessu útilokunarrausi þeirra þá eru ekki nema tveir möguleikar í Reykjavík til meirihlutasamstarfs tveggja flokka miðað við það að kosningaspár rætist. Ef það nú gengur eftir að Besti flokkurinn fái 6, D fái 5, S fái 3 og V fái 1, þá eru möguleikarnir eingöngu Æ+D eða Æ+S. Þetta eru að sjálfsögðu fín tíðindi fyrir Jón Gnarr, því að með þessum yfirlýsingum eru þau Dagur og Sóley búin að negla hann inn í borgarstjórn. Þó svo að þau vildu gjarnan starfa saman eftir kosningar í anda Jóhönnu og Steingríms þá er í meira lagi ólíklegt að atkvæðin hrúgist svo á þau frá því sem spár gefa til kynna, að þau fjölgi fulltrúum úr 4 upp í 8. Fyrr mætti nú vera skekkjan í spánum!
mbl.is VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfrétt frá Hollandi

Ég heyrði í útvarpi áðan, en veit ekki á hvaða rás, frétt, sem mér finnst ákaflega mikilsverð fyrir Ísland og Íslendinga. Ég fann samt ekkert um þetta á mbl.is eða öðrum fréttamiðlum við snögga leit.

Samkvæmt fréttinni fékk Seðlabanki Hollands harðan áfellisdóm frá rannsóknarnefnd á vegum hollenska þingsins fyrir framgöngu sína í Icesave málinu. Það er alveg greinilegt að eftir því sem lengri tími líður án þess að nokkuð sé umsamið í þessu máli, koma fram sífellt fleiri atriði, sem styrkja okkar málstað. Það er ekki vafi á því að með því einu að láta tímann líða og ræða ekkert við Breta og Hollendinga munu þessi mál lognast út af. Báðar þessar þjóðir eru að átta sig á því að þær hafa beitt okkur ofbeldi. Þær munu aldrei viðurkenna það opinberlega, en heldur leyfa bara málinu að sofna hægt og hljótt.

Hættulegast fyrir íslenskan málstað er það einvalalið vitleysinga sem situr í ríkisstjórn Íslands. Liggur við að hvert orð sem fram gengur af munni Jóhönnu, Steingríms og Gylfa í þessu máli verði Íslands óhamingju að vopni. Þau þrjú eru okkur hættulegri en ríkisstjórnir hinna landanna tveggja samanlagðar.


Dásamlegt,

hvenær verður Jón Ásgeir lokaður inni? Ég var svo vitlaus eins og meirihluti þjóðarinnar að hafa samúð með honum þegar Baugsmálin voru í gangi hér um árið og sauð á Davíð. En sú samúð er öll horfin og ég er búinn að átta mig á því að líklega er Jón stórþjófur. Ég er hins vegar alveg jafn lítið hrifinn af Davíð og ég var þá. Mér þætti vænt um að sjá hann lokaðan inni við hliðina á Jóni Ásgeiri.
mbl.is Eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samdráttarskeiði lokið í Lettlandi

"Samdráttarskeiðinu er lokið í Lettlandi ef marka má nýjar upplýsingar frá hagstofu landsins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur 0,3% í Lettlandi en landið er það ríki Evrópusambandsins sem varð einna verst úti í kreppunni."

Þetta er gleðifrétt fyrir Letta. Samkvæmt þessu eru þeir nú algjörlega á botninum og getur leiðin því legið upp á við á næstu árum. Því miður er ástandið ekki svona gott hjá okkur. Fjármálaráðherrann hefur "lofað" tuga milljarða niðurskurði á útgjaldahlið ríkisreiknings að minnsta kosti til 2013 og segir að af því verði enginn afsláttur gefinn. Þetta þýðir ekkert annað en samdrátt í framkvæmdum, aukið atvinnuleysi, skertar bætur af öllu tagi, og þar með enn frekari samdrátt en orðið er. Ekki er fyrirsjáanlegur hagvöxtur næstu árin með þessu móti. Við munum því ekki ná okkar botni fyrr en einhvern tímann eftir 2013, segjum 2015 eða svo. Þá er öll uppleiðin eftir. Við verðum ekki búin að jafna okkur á þessari kreppu fyrir 2020 og jafnvel miklu síðar. Það er ekki glæsileg framtíð sem bíður okkar hér á Íslandi.


mbl.is Samdráttarskeiði lokið í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlitið brást þar sem hér

"Tony Shearer, fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, sem Kaupþing tók yfir árið 2005, sakar breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að hafa ekki aðhafst nóg í rannsókn á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Áformar hann málsókn á hendur FSA."

Eins og þessi klippa sýnir þá bendir margt til þess að regluverk Breta hafi verið engu eða litlu betra en okkar. Sökin liggur jafnt hjá Bretum og jafnvel ekki síður en hjá okkur. Sama má vafalaust telja um Holland líka, það á bara eftir að koma betur í ljós.

Allavega sést á þessu hversu víðáttuvitlaust það fólk er sem rær að því öllum árum að binda Ísland á skuldaklafa til næstu hálfrar aldar eða svo og vogar sér að halda því fram að okkur beri skylda til að greiða þetta. Út með Steingrím og Jóhönnu, sem ekki hafa staðið við neitt af því sem þau lofuðu. Skjaldborg? Gegnsæi? Opin umræða? Hvað er það?


mbl.is Fall Kaupþings verði rannsakað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvolfþak eða trekt á hvolfi

Það er vonandi að takist að beisla þessa holu sem fyrst með þessum ráðum eða öðrum.

 Ósköp var Obama óheppinn. Hann var ekki fyrr búinn að gefa grænt ljós á olíuboranir með nánast öllum ströndum Bandaríkjanna en að þessi ósköp skullu á og sýndu fram á að þrátt fyrir alla tækni nútímans eru olíuboranir við strendur fjarri því að vera öruggar.


mbl.is Hvolfþak sett yfir olíulekann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tugir verða yfirheyrðir á næstunni

Sigurður Einarsson, Sigurjón Árnason, Björgólfar báðir, Ólafur Ólafsson, og hann þarna "whatshisname" sem var forstjóri Fjármálaeftirlitsins og gerði ekkert nema að sukka í svallveislum glæpalýðsins....  Áfram má lengi telja. Jón Ásgeir og svo framvegis. Tugir í viðbót.

Nú er verið að fjölga dómurum hjá héraðsdómstólunum og er engin vanþörf á því. Í  framhaldinu verður þörf fyrir ámóta eða meiri aukningu í Hæstarétti, því að þangað fara öll þessi mál. Sumir halda því fram að það þurfi að handtaka alla glæponana í einu, því að annars sé hætta á að þeir geti forðað sér. Það er tómur misskilningur. Það skiptir engu máli hvert þeir fara. Ef þeir neita að hlýða boðun, þá verða þeir alþjóðlega eftirlýstir og fá Interpol á hælana. Og þessir menn eru ekki elskaðir erlendis ef einhver heldur það. Svo að þeir munu flestir eða allir koma af fúsum og frjálsum vilja þegar þeir verða boðaðir. Sá kosturinn er skárri.


mbl.is Sigurður Einarsson verður yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

en hefði mátt gerast miklu fyrr. Margir telja að flesta burgeisana hefði átt að handtaka fyrir ári síðan eða fyrr, nappa þá á einhverju smáræði, sem þeir hefðu fengið skammtíma dóm fyrir og rannsaka málið svo almennilega á meðan þeir sitja inni. Þá gæti stóridómur skollið á þeim um leið og sá litli rennur út. Mér skilst að þetta sé ameríska leiðin. Alla vega bíða þeir ekki í fjöldamörg ár með að loka fjármálakrimma inni.

Það er stórgleðilegt að skriðan skuli nú loks vera að fara að rúlla. Bankamógúlarnir eiga að sjálfsögðu allir að vera á bak við lás og slá. En svo eru það pólitísku "do nothing" glæpamennirnir. Þeir sem gerðu þetta allt mögulegt með því að fylgjast ekki með, setja ekki reglur, stíga ekki á bremsu. Þeir eiga líka að vera ábyrgir. Eins og ég hef áður sagt: Burt með allt þetta óhæfa lið! Það tekur líklega svona tvennar kosningar í viðbót að hreinsa óværuna út af þingi.


mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband