Færsluflokkur: Bloggar

Veturinn kominn!

Árið 2010 kom veturinn þann 25. febrúar á Suðurnesjum eftir stanslaust sumar síðan 7. janúar. Flestu er nú snúið á haus í seinni tíð!

Hér á bæ komst húsbóndinn ekki út af bílastæðinu í morgun og eftir að gatan var rudd er nú fyrst vonlaust að komast að heiman. Ruðningstækið skildi eftir sig fjallháan ruðninginn kyrfilega fyrir aftan bílinn, og stöðugt skefur meira að og ofankoma að auki. Veðrið er leiðinlegt, frekar hvasst, svo að það skefur talsvert.


mbl.is Annir hjá björgunarsveitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

De mortuis nil nisi bonum

Alveg finnst mér það sjálfsagður hlutur að ríkið kosti útför þeirra sem gegnt hafa æðstu embættum á þess vegum, svo sem eins og forsætisráðherrar og forsetar. Einnig mætti hugsa sér að undir þetta féllu allir sem verið hafa handhafar forsetavalds um lengri eða skemmri tíma. En stærri en það finnst mér ekki að hópurinn ætti að vera. Til dæmis ættu fagráðherrar ekki að fylla flokkinn nema eitthvað sérstakt og meira kæmi til. Þetta er eingöngu gert til að heiðra minningu viðkomandi einstaklings og er ekki nema gott eitt um það að segja. De mortuis nil nisi bonum sögðu Rómverjar. (Ekkert nema gott um hina látnu).

Einhvern veginn finnst mér að það fólk sem hneykslast hvað mest á því að ríkið kosti útför einhvers tiltekins manns taki afstöðu út frá pólitík. Á því skyldu menn samt vara sig, því að einn daginn "kemur röðin að þínum manni".


Frestur á frest ofan

Þessir frestir eru mjög pirrandi svo að ekki sé meira sagt. Samt er það svo að ef maður trúir því að nefndin sé að vinna af heilindum og engin ástæða er til að telja annað, þá verður þjóðin að sýna því skilning að þörf sé á meiri tíma. Æskilegra er að skýrslan sé eins vel úr garði gerð og mögulegt er, heldur en að höndum sé kastað til lokafrágangs hennar.

Lengi hefur verið vitað að þetta yrði svartasta skýrsla sem nokkru sinni hefur verið tekin saman á Íslandi. Þar munu opinberast svo hrikalegir glæpir fjölmargra áhrifa- og valdamanna að hörðustu menn setur hljóða. Ég óttast að ríkisstjórnin muni beita Alþingi fyrir sig til þess að stinga skýrslunni undir bæði borð og stól og reyna svo að gleyma henni í einhverju skúffuhorni. Þjóðin verður með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir slíkt. Þessi skýrsla er unnin fyrir þjóðina en ekki Alþingi og/eða ríkisstjórn sérstaklega. Það er þjóðin sem á þessa skýrslu og verður að fá að sjá hana alla frá fyrsta bókstaf til hins síðasta. Svo er að vona að stærstu glæponarnir verði saksóttir og dæmdir, en það er utan starfssviðs þessarar nefndar. 

Er ekki nokkuð ljóst að það stefni í að Landsdómur verði kallaður saman í fyrsta sinn og einhverjir fyrrverandi og kannski núverandi ráðherrar verði saksóttir fyrir afglöp og vanrækslu í embætti?


mbl.is Gráti nær yfir efni skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk á lífi á 12. degi

Það er alveg ljóst að víkka verður út þann viðmiðunarramma sem stuðst er við varðandi tímann sem leitað er eftir svona hamfarir. Alltaf kemur betur og betur í ljós hversu lengi fólk getur hugsanlega lifað af og það er miklu lengri tími en þessir 10-11 dagar sem liðnir eru. Skelfilegt er að hugsa til þess að leit sé hætt og þá verður farið að beita vinnuvélum til hreinsunar á meðan fólk er á lífi í rústunum.
mbl.is Telja að maður sé lifandi í rústunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Össur að gera?

"Upphaflega stóð til að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, færi með forsetanum til Indlands en af því varð ekki vegna anna eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar."

Já, já. Össur er upptekinn og ræðir við mann og annan. Það er gott svo langt sem það nær, nema ef vera skyldi að hann sé að hamast við að spilla málstað Íslands. Hann hefur ekki upplýst svo að ég hafi heyrt hvað hann er að segja við alla þessa fulltrúa erlendra þjóða sem hann er að ræða við, en mig grunar því miður hið versta. Ég skil ekkert í sjálfum mér að vera svo tortrygginn í garð Össurar að ég skuli halda að hann sé ekki að vinna Íslandi gagn með gaspri sínu. Það er furðulegt. Eins og hann örugglega meinar nú vel.


mbl.is Ólafur Ragnar á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metsala

Gott og blessað er að metsala skuli hafa orðið í fiski á árinu. En varðandi verðmætið þá skiptir ekki nokkru máli hvað það var í krónum á mörkuðum innanlands. Það eina sem skiptir máli er útflutningsverðmæti þessa fiskjar. Ekki í krónum, heldur í "real money".
mbl.is Selja fisk fyrir 22 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Steingrímur

Vesalingurinn. Nú líður honum illa vegna þess að honum tókst ekki að koma ólögunum í gegn. Forsetinn var svo vondur við hann. Nú verður hann að einbeita sér að því að tala máli Breta og Hollendinga og sannfæra landslýð um að Æseifur sé betri og hagstæðari fyrir Ísland án allra fyrirvaranna en með þeim. Á sama tíma eru breskir og hollenskir og aðrir evrópskir fjölmiðlar fleytifullir af greinum sem breiða út þann boðskap, sem Steingrímur ætti að vera að prédika: Við munum að sjálfsögðu borga nákvæmlega það sem okkur ber samkvæmt hlutlausum dómi.

Það er alveg merkilegt að Steingrímur talar máli Breta og Hollendinga nákvæmlega á meðan þeir sjálfir eru að vakna til vitundar um það að þeir hafi farið gegn okkur með ofbeldi. Getur vitleysan orðið furðulegri? Maður bíður bara eftir að Steingrímur fari að skrifa í bresku blöðin og mótmæla þessari vitleysu í þeim. Eða hvað?


mbl.is Ríkisstjórnin í vandræðalegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegt yfirlit Styrmis

er í megindráttum rétt. Það var ekki gæfuspor þegar viðskipti með kvótann voru gefin frjáls og handhafar veiðiréttinda gátu litið á þau sem raunverulega eign sína. Þetta var fyrst og fremst gjörð Framsóknarflokksins undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, sem þá var sjávarútvegsráðherra og jafnan kallaður kvóta-Dóri, allavega á sínum heimaslóðum fyrir austan. Í kjölfarið sigldi svo skefjalaus sala á ríkiseigum. Póstur og sími, bankarnir allir, og fleira og fleira. Þetta var undir stjórn Davíðs, hins eina sanna. Því fylgdi svo algjört kæruleysi um vinnubrögð hinna nýju bankamógúla og engin tilraun var gerð til þess að fylgjast með þeim, hvað þá að hafa stjórn á gjörðum þeirra. Auðvitað gengu þeir á lagið. Það var aldrei við neinu öðru að búast. Ábyrgð á þessu stjórnleysi bera Davíð og Geir H. Haarde.

Nú er hið grátlega, að þegar pólitískir andstæðingar þessara manna komust til valda í síðustu kosningum, þá taldi almenningur að nú yrði skipt um. Heiðarleiki og opin stjórnsýsla yrðu ráðandi. Allt yrði uppi á borðum. En það hefur allt verið svikið. Man nokkur eftir einhverju kosningaloforði VG, sem núverandi stjórn hefur sett á oddinn? Það held ég að sé vandfundið. Ábyrgð á ástandinu núna bera þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon. Eini "flokkurinn" sem ekki ber neina ábyrgð og kemst vonandi aldrei í aðstöðu til þess, er Hreyfingin, fyrrum Borgarahreyfingin.


mbl.is Ísland eitt og yfirgefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafning Browns

Eins og allir geeta séð á myndinni af manninum, þá er G. Brown hátt yfir pöpulinn hafinn. Þessi heimski lýður, sem vill að hann víki er ekki þess verður að á hann sé yrt, hvað þá hlustað. Og vegna samblásturs gegn hinum æðsta þá leitar hann innblásturs frá fyrrum þjóðhöfðingja Suður-Afríku, sem gæti þó verið bretanum fyrirmynd í mannasiðum og framkomu þó ekki væri annað.
mbl.is Brown í kröppum dansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert er nýtt undir sólinni

Þetta er náttúrlega stórfrétt. Frú Robinson skreppur í bólið með unglambi og gæti auðveldlega verið amma hans. En hvað getur maður svo sem sagt við því þó að ekki séu allir sextugir dauðir úr öllum æðum? En mér finnst þetta kjörið tilefni til þess að rifja upp smellinn þeirra Simons og Garfunkels um Mrs. Robinson úr samnefndri kvikmynd:

"And here's to you, Mrs. Robinson.
Jesus loves you more than you will know.
Woah, woah, woah.
God bless you please, Mrs. Robinson.
Heaven holds a place for those who pray.
Hey hey hey, Hey hey hey."

 


mbl.is 19 ára ástmaður 58 ára þingkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband