Færsluflokkur: Bloggar

Framsalsbeiðni

Ramos hefur m.a. verið dæmdur fyrir mannrán og morð“ segir í fréttinni. Hins vegar kemur ekki fram hvort hann hefur lokið afplánun dóms vegna þeirra afbrota eða ekki. Það kemur heldur ekki fram hvaða afbrot hann hefur framið sem dómur bíður hans fyrir í heimalandinu, né heldur hvernig þeir dómar eru. Þetta vantar allt í fréttina.

Ekki ætla ég að mæla með því að svona mönnum sé hlíft við framsali. Það er hins vegar illt að vita til þess að Brasilíumenn eru í það minnsta grunaðir, ef ekki uppvísir að því, að stunda pyntingar á föngum.


mbl.is Brasilíumaður verði framseldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Handhafar forsetavalds (forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar) eru á háum launum fyrir og alveg klárt mál að ekki er klipið af föstum launum þeirra á meðan skyldum forseta er gegnt. Þetta eru líka skilgreindar starfsskyldur, sem tilheyra þessum störfum þegar svo ber undir. Því mætti auðveldlega rökstyðja að ekkert skuli greiða fyrir þau störf aukalega. En þar sem stjórnarskráin tekur sérstaklega fram að greiðsla fyrir þessi störf skuli ákveðin með lögum, þá verður auðvitað svo að vera. En það er bara gott mál að snarlækka greiðsluna. Svo sem ekki mikill sparnaður í því en þetta er frekar svona táknrænt.
mbl.is Vilja lækka laun handhafa forsetavalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmynd

Michael Hudson telur að aðrar skuldugar þjóðir muni feta í fótspor Íslands og binda endurgreiðslur lána við afkomu sína. Vel gæti svo orðið. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem við yrðum fyrirmynd annarra þjóða. Til dæmis vorum við fyrst til að taka okkur 200 mílna fiskveiðilögsögu einhliða, gegn ofbeldi og hernaðarmætti Breta. Eftir að við unnum fullnaðarsigur í því máli tóku allar strandþjóðir upp 200 mílna fiskveiðilögsögu og hún var leidd í lög í alþjóðarétti. Hversu langt skyldi verða að bíða þess að alþjóðalög kveði á um endurgreiðslur lána með hliðsjón af greiðslugetu skuldarans?

Og í framhaldi af því: Hversu langt verður að bíða þess að íslenskir lánveitendur, til dæmis á húsnæðismarkaði, verði að taka ábyrgð á gerðum sínum til jafns við skuldarann? Ég á við það, að nauðsynlegt er að breyta hinum arfavitlausu lögum um verðtryggingu, sem hér eru við lýði. Ég lít svo á að núverandi stjórnvöld hafi gefið loforð um breytingar í þá veru en ekkert bólar á framkvæmd ennþá. Það hefur svo sem verið við nóg að fást í sumar. Vonandi hressist Eyjólfur.


mbl.is Fleiri fari að dæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur sprettur

... að hlaupa 100 metra á 9,58 sekúndum. Þá er meðalhraðinn 10,438 metrar á sekúndu sem jafngildir 37,58 kílómetrum á klukkustund. En þar sem þetta er jafnaðarhraði þá er ljóst að hann hefur náð 40 km/klst að lágmarki þegar hraðinn var sem mestur. Ótrúlegur hraði manns!
mbl.is Bolt sló heimsmetið - 9,58 sek.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni

Það er mikið fagnaðarefni að þetta mál skuli vera að komast í höfn. Við gætum svo auðveldlega rekið mörg svona gagnaver eða netþjónabú hér á landi. Við eigum orkuna, landrýmið og menntaðan mannafla. Auk þess eigum við kuldann, sem er þessari starfsemi svo mikilvægur. Gott mál!
mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær frammistaða ...

... stelpnanna "okkar" í fótboltanum. Margrét Lára er algjör drottning liðsins. Óskum þeim góðs gengis í keppninni sem nú stendur fyrir dyrum.
mbl.is Margrét Lára sá um Serbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt

Það var orðið algjörlega nauðsynlegt að ljúka þessu máli. Jafnvel þingmenn sem fyrir þremur dögum lýstu algjörri andstöðu við það hafa á lokasprettinum fundið það. Nú þarf þjóðin að róa sig niður og melta málið, ná áttum. Það er búið að eyða lengri tíma í þetta mál en líklega nokkurt annað sem Alþingi hefur fengist við.

Málið var geysilega erfitt og skiptar skoðanir um það og því er gleðileg sú samstaða sem að lokum náðist. Það má samt velta því fyrir sér hvort ekki hefði borgað sig að bíða eftir Framsóknartillögunum þar til í dag, samþykkja svona tvær til þrjár málsgreinar frá þeim og ná þannig stöðunni 63/0. Þetta er samt vel ásættanlegt og verður að skoðast sem mjög góð samstaða á þingi um afgreiðslu málsins að lokum.

En hvað þýðir þetta svo? Það er því miður ekki nokkur leið að svara því. Það er allt háð því hvað fæst fyrir eignir Landsbankans upp í kröfur og það tekur mörg ár að svara því. Ég verð þó að segja það að ég er ekki hrifinn af því sem mörgum þykir þó best við samninginn og það er 7 ára bið eftir að greiðslur hefjist. Ég lít svo á að ekkert sé okkur mikilvægara en það að hefja greiðslur strax og með því lækka höfuðstólinn sem fyrst, þó að ekki sé ljóst hverjar heildargreiðslur þurfa að verða.

Vaxtakrafa Breta og Hollendinga finnst mér líka illa ásættanleg. 5,5% vextir eru ekkert smáræði þegar ein þjóð lánar annarri og mér skilst að þetta sé miklu hærra en algengt sé á slíkum markaði. Sem sagt vond kjör. En það var samt orðin algjör nauðsyn að ljúka málinu og sem betur fer er það orðinn hlutur, því að flokkarnir munu allir standa við það samkomulag, sem náðist í nótt í fjárlaganefnd.


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólæti í xO

Þvílíkur hamagangur í minnsta þingflokknum. Það er með ólíkindum að lesa þetta hér

http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/930966/

þar sem fjórmenningarnir og ýmsir aðrir skattyrðast og skamma hvert annað. Þegar atkvæði voru greidd um ESB skildist mér að Þráinn einn þeirra fjórmenninga sem xO á á þingi, hafi greitt atkvæði með þeim hætti sem hann hafði tilkynnt flokki sínum áður að hann myndi gera. Mér er í minni hvað Birgitta sagði meðal annars, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu: Að hún hefði orðið vitni að einelti, þvingunum og lygum í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Ég efa ekki að hún hafi sagt það satt.

En ... 

 Nú er það svo að mér finnst þær stöllur Birgitta og Margrét (veit ekki um Þór í þessu sambandi) leggja Þráin í einelti og beita hann þvingunum og jafnvel lygum. Hann hefur sínar skoðanir og samkvæmt yfirlýstum skoðunum borgarahreyfingarinnar og öllum lýðræðishugsjónum á honum að vera það frjálst. Hvað er þá málið þó að hann sé þeim ósammála um einhver atriði? Það er lýðræðislegur réttur hans að fá að hafa sínar skoðanir í friði, hvernig sem þær eru.

Þjóðin á þing sagði xO fyrir kosningar. Haldið þið, borgarahreyfingarfólk, að allir einstaklingar þjóðarinnar hefðu orðið sammála? Ekki möguleiki. Bréf Margrétar er svo kapítuli út af fyrir sig. Og ég get ekki séð að hún hafi beðist afsökunar á einu eða neinu. Hún sagði í bréfi sínu að sér þætti leitt ef hún hefði sært Þráin. Það er ekki afsökunarbeiðni. Auk þess sýnist mér að henni hafi aðallega þótt leitt að vera ekki færari en þetta á tölvupóst. Það er lágmark að þekkja í sundur reply (ekki replay) og reply all, svo að dæmi sé tekið. Læt nægja að sinni ...


Loksins

Betra er seint en aldrei mætti segja um þetta framtak Jóhönnu. Það er hrósvert að hún skuli hafa gert þetta, en það er á hinn bóginn til vansa að þetta skuli vera grein númer 001 en ekki 100 frá íslenskum ráðamanni. Blöð eins og Financial Times hefðu átt að vera undirlögð í marga mánuði.

Eva Joly braut ísinn um daginn og á miklar þakkir skilið fyrir sitt framtak. Annað en furðufuglinn í forsætisráðuneytinu, sem hnýtti í hana fyrir vikið. Ég vona bara að hann hafi fengið orð í eyra frá yfirboðara sínum. Ég hefði látið hann taka pokann sinn samdægurs.


mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlitlegt athæfi

Enn leika „málarar“ lausum hala. (Ég bið málara afsökunar!) Mikil ósköp eiga þessir forskrúfuðu menn af málningu. Eins og ég hef áður sagt, þá er það alveg furðulegur hugsunarháttur sem felst í því að ráðast að dauðum hlutum og valda á þeim skemmdum. Þetta fólk vinnur málstaðnum ekki í hag með þessum hætti. Þetta vekur bara fyrirlitningu hjá hinum sem heilbrigðir teljast.
mbl.is Málningu slett á hús Hjörleifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband