Færsluflokkur: Bloggar
24.8.2009 | 13:04
Byrja vel og halda áfram að gera vel
Afskaplega skemmtileg myndin sem fylgir þessari frétt. Stelpurnar allar hressar og kátar og þjálfarinn bregður á leik þeim til skemmtunar.
Leikurinn gegn Frökkum verður að sjálfsögðu tvísýnn og ekki hægt svona fyrirfram að mynda sér raunhæfa skoðun um það hvernig hann muni enda. Síðustu tveir leikir gegn Frökkunum eiga þó að geta gefið vísbendingu og gera það. En vísbendingin er sú að allt getur gerst.
Við óskum stelpunum alls hins besta í þessum leik sem og þeim sem á eftir koma.
Nú eru skólar landsins að hefjast aftur eftir langt og gott sumarfrí. Ungdómurinn sest að náminu og allir setja auðvitað upp gáfusvipinn, sem er svo nauðsynlegur þegar maður ætlar nú aldeilis að ná tökum á því að skilja og muna eitthvað.
Það er sameiginlegt með náminu og fótboltanum, að ekki verður ofsagt hve miklu máli skiptir að byrja vel. Og reyndar ekki bara það, heldur þarf að halda vel áfram, leikinn á enda. Þá mun vel farnast.
![]() |
Mikilvægt að byrja vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2009 | 19:59
„Málarar“ og fryst fé
Enn fara málarar um víðan völl og hella úr skálum reiði sinnar. Mjög er eðlilegt að fólk sé reitt, en það er fjarri mér að samþykkja þetta form fyrir útrás reiðinnar. Það er ekki svo að skilja að ég vorkenni þolendunum, sem voru gerendur í aðdraganda hrunsins, nei, alls ekki. En ég vorkenni málurunum fyrir að geta ekki fundið siðmenntaðri leið til að úthella reiði sinni.
En ég er með tillögu. Eru málararnir ekki til í að gerast smiðir? Þeir gætu smíðað gapastokka sem ég hef ítrekað lagt til að settir yrðu upp á Lækjartorgi og útrásarvíkingunum yrði lagt þar. Þeim býðst einn milljarður stolins fjár fyrir hverja viku í gapastokknum. Það eru algjör kostakjör fyrir alla björgólfa landsins.
Slatti af milljörðum hefur fengist frystur á Tortola. Það er af hinu góða og finnst mér þetta vera fyrsta góða fréttin í langan, langan tíma. Vonandi eiga margar slíkar frystingar eftir að fylgja í kjölfarið á næstu dögum, vikum og mánuðum. Ekki veitir okkur af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2009 | 11:15
Flott
![]() |
Hringiða við Hálslón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2009 | 07:03
Missum ekki auðlindir til útlendinga
![]() |
Eignist hlut OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 22:47
Vegna ...
... er forsetning í íslensku máli. Eins og aðrar slíkar stýrir hún falli. Við segjum: vegna mín, vegna þess, vegna Guðmundar; sem sagt er það svo að forsetningin vegna stýrir eignarfalli. Alltaf nema á mbl.is.
Þar segir í upphafi fréttarinnar: Hugsanlegt er að EES-samningurinn fari í uppnám vegna setningu neyðarlaganna. Þetta er haft eftir fyrrum yfirlögfræðingi EFTA í fréttum Stöðvar 2. Þar kom einnig fram að þrjátíu og níu evrópskir bankar og fjármálastofnanir hafi sent inn formlega kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA vegna setningu neyðarlaganna.
Hér kemur tvívegis fyrir orðalagið vegna setningu. En mér er ekki ljóst hvort setningu er þolfall eða þágufall. Það er samt alveg ljóst að það er ekki eignarfall eins og vera ber. Í klausunni ætti að segja í báðum tilvikunum: vegna setningar.
![]() |
EES hugsanlega í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 16:53
Norice?
![]() |
Ísland og Noregur myndi með sér bandalag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2009 | 16:49
Vafasamur dómur Hæstaréttar
![]() |
Meiðyrðamáli vísað til Strassborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 16:41
... seka ...
![]() |
Feðgar dæmdir fyrir kannabisræktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 16:37
Nýtt siðferði?
![]() |
Hljómar eins og fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2009 | 16:31
Leiðinlegt
![]() |
Mikið tjón fyrir lítið fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar