Færsluflokkur: Bloggar

Byrja vel og halda áfram að gera vel

Afskaplega skemmtileg myndin sem fylgir þessari frétt. Stelpurnar allar hressar og kátar og þjálfarinn bregður á leik þeim til skemmtunar.

Leikurinn gegn Frökkum verður að sjálfsögðu tvísýnn og ekki hægt svona fyrirfram að mynda sér raunhæfa skoðun um það hvernig hann muni enda. Síðustu tveir leikir gegn Frökkunum eiga þó að geta gefið vísbendingu og gera það. En vísbendingin er sú að allt getur gerst.

Við óskum stelpunum alls hins besta í þessum leik sem og þeim sem á eftir koma. 

 Nú eru skólar landsins að hefjast aftur eftir langt og gott sumarfrí. Ungdómurinn sest að náminu og allir setja auðvitað upp gáfusvipinn, sem er svo nauðsynlegur þegar maður ætlar nú aldeilis að ná tökum á því að skilja og muna eitthvað.

Það er sameiginlegt með náminu og fótboltanum, að ekki verður ofsagt hve miklu máli skiptir að byrja vel. Og reyndar ekki bara það, heldur þarf að halda vel áfram, leikinn á enda. Þá mun vel farnast.


mbl.is Mikilvægt að byrja vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Málarar“ og fryst fé

Enn fara „málarar“ um víðan völl og hella úr skálum reiði sinnar. Mjög er eðlilegt að fólk sé reitt, en það er fjarri mér að samþykkja þetta form fyrir útrás reiðinnar. Það er ekki svo að skilja að ég vorkenni þolendunum, sem voru gerendur í aðdraganda hrunsins, nei, alls ekki. En ég vorkenni „málurunum“ fyrir að geta ekki fundið siðmenntaðri leið til að úthella reiði sinni.

En ég er með tillögu. Eru „málararnir“ ekki til í að gerast smiðir? Þeir gætu smíðað gapastokka sem ég hef ítrekað lagt til að settir yrðu upp á Lækjartorgi og útrásarvíkingunum yrði lagt þar. Þeim býðst einn milljarður stolins fjár fyrir hverja viku í gapastokknum. Það eru algjör kostakjör fyrir alla björgólfa landsins.

Slatti af milljörðum hefur fengist frystur á Tortola. Það er af hinu góða og finnst mér þetta vera fyrsta góða fréttin í langan, langan tíma. Vonandi eiga margar slíkar frystingar eftir að fylgja í kjölfarið á næstu dögum, vikum og mánuðum. Ekki veitir okkur af.

 


Flott

Hér er mjög fallegt listaverk á vel völdum stað. Þetta á eftir að verða mörgum túristanum minnisstætt.
mbl.is Hringiða við Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missum ekki auðlindir til útlendinga

Það er afskaplega mikilvægt að hugmyndir manna um opinbert íslenskt eignarhald á orkufyrirtækjum nái fram að ganga. Að öðrum kosti erum við byrjuð að missa auðlindirnar úr höndunum á okkur. Við skulum vera alveg viss um það að hvaðeina af íslenskum auðlindum sem útlendingar koma klónum yfir, eignumst við aldrei aftur.
mbl.is Eignist hlut OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna ...

... er forsetning í íslensku máli. Eins og aðrar slíkar stýrir hún falli. Við segjum: vegna mín, vegna þess, vegna Guðmundar; sem sagt er það svo að forsetningin vegna stýrir eignarfalli. Alltaf nema á mbl.is.

Þar segir í upphafi fréttarinnar: „Hugsanlegt er að EES-samningurinn fari í uppnám vegna setningu neyðarlaganna. Þetta er haft eftir fyrrum yfirlögfræðingi EFTA í fréttum Stöðvar 2. Þar kom einnig fram að þrjátíu og níu evrópskir bankar og fjármálastofnanir hafi sent inn formlega kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA vegna setningu neyðarlaganna.“

Hér kemur tvívegis fyrir orðalagið vegna setningu. En mér er ekki ljóst hvort „setningu“ er þolfall eða þágufall. Það er samt alveg ljóst að það er ekki eignarfall eins og vera ber. Í klausunni ætti að segja í báðum tilvikunum: „vegna setningar“.


mbl.is EES hugsanlega í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norice?

Kemur ekki til greina. Við höfum reynsluna af því og hún var ekki beysin. Norðmenn hafa ekkert breyst. Ríkjasamband Noregs og Íslands kemur ekki til greina. Til vara er gerð krafa um að ef af slíku sambandi verður þá verði það Icenor en alls ekki Norice.
mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamur dómur Hæstaréttar

Þetta var dálítið skrýtið mál. Dómur Hæstaréttar sýnist vera í samræmi við íslensk lög, en hins vegar í ósamræmi við mannréttindasáttmálann, sem Ísland hefur staðfest og er þar með skuldbundið til þess að breyta lögunum. Spurning hvort samþykkt mannréttindasáttmála Evrópu getur ekki talist þessum lögum yfirsterkari, þannig að þau séu sjálfkrafa úr gildi fallin? Alla vega mun ekki vera spurning á hvern veg málið fer í Strassbourg.
mbl.is Meiðyrðamáli vísað til Strassborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... seka ...

hefur fundið fjóra karlmenn / um kannabisræktun ...  Jamm. Var einhver að flýta sér?
mbl.is Feðgar dæmdir fyrir kannabisræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt siðferði?

Hvenær hefur það tíðkast að borga þjófunum fyrir að skila þýfinu? Ef þetta verður ofan á er siðferðið komið á alveg nýtt plan. Undir öllum öðrum plönum. Þessum mönnum á að koma fyrir í gapastokkum á Lækjartorgi. Eina viku í gapastokk fyrir hvern stolinn milljarð. Þeir sleppa vel með það. En mikið held ég að þeir séu fegnir að ég ræð engu.
mbl.is Hljómar eins og fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegt

Þegar loksins er komið fyrirtæki sem fæst við „eitthvað annað“ en ál og stíflugerð, þá truflast einhverjir hálfvitar og eyðileggja allt sem verið er að fást við. Verulega leiðinlegt fyrir doktor Björn L. Örvar, sem er frumkvöðull á sínu sviði hér á landi. Ef hann og samstarfsfólk hans fær frið til að ljúka þessum tilraunum mun fyrirtækið hans mala þjóðinni gull. En framleiðslan er á viðkvæmu stigi sem stendur og skemmdarverk geta valdið ótrúlegu tjóni.
mbl.is Mikið tjón fyrir lítið fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband