3.4.2010 | 21:51
Gengu frá Básum í Þórsmörk
Rétt er að láta það koma fram að Básar eru ekki í Þórsmörk, heldur í Goðalandi. Krossá aðskilur Goðaland (sunnan megin, þar eru Básar) og Þórsmörk (norðan megin). Fjölmiðlar flestir ef ekki allir hafa japlað á vitleysunni alveg frá gosbyrjun, en ættu nú að fara að bæta ráð sitt.
Þúsund manns við eldstöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smámunasemi. :)
Ármann (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 23:59
Ég hef nú talið Bása til Þórsmerkur og viðurkenni fáfræði mína ef svo er ekki? M.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2010 kl. 00:14
Smámunasemi? Jájá. En þó ekki meiri en svo að mbl.is bætti ráð sitt og lagaði fréttina. Núna segir þar að menn gengu frá Básum. Batnandi mönnum er best að lifa og nú veit Anna hér eftir að Básar eru ekki í Þórsmörk frekar en að Kópavogur sé í Reykjavík.
Magnús Óskar Ingvarsson, 4.4.2010 kl. 05:23
Ekki vissi ég, og finnst þetta ekki skipta máli svona almennt séð , samanber að sauðsvartur almúginn talar um að fara " INN Í ÞÓRSMÖRK" þó dvelja eigi í Básum og eins gera seljendur ferða auglýsa ÞÓRSMERKURFERÐIR burt séð frá hvar á að gista ,Eins og Jarðfræðingurinn sagði "ALLTAF ER GAMAN Í ÞÓRSMÖRKINNI" o.s.frv.og ég býst við, alveg hafi verið jafn gaman hjá honum og Maríu þegar hún tróð sér inn í tjaldið hjá honum,hvar sem það var á ÞÓRSMERKURSVÆÐINU.Þetta minnir mig reyndar á að vini mínum Dönskum finnst alltaf mjög fyndið, að við MOLBÚAR tölum gjarna um að við höfum farið til KANARÍEYJA en Danir nefna alltaf nafn þeirrar eyjar sem þeir ætla til,ja lítið er ungs manns gaman og ég segi nú bara GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ.
Björn Þröstur Axelsson, 4.4.2010 kl. 08:59
Sömuleiðis Björn, gleðilega páska!
Magnús Óskar Ingvarsson, 4.4.2010 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.