Sjálfsagt er að landsdómur fjalli um málin

Það er tómt mál að tala um að kalla ekki saman landsdóm. Hlutverk hans er að skera úr um sekt eða sýknu ráðherra ef Alþingi ákærir hann fyrir vanrækslu eða önnur embættisafglöp. Nú hefur rannsóknarnefnd Alþingis lagt fram skýrslu sína og eru þar ábendingar um slíka vanrækslu að minnsta kosti þriggja fyrrverandi ráðherra. Einn þeirra hefur lýst þeim vilja sínum að landsdómur verði kallaður saman.

Nú á nefnd alþingismanna eftir að fjalla um þetta og ákveða hvað hún leggur til í málinu. Atli Gíslason segir að störfum nefndarinnar ljúki fyrir þinglok í september. Það ætti með öðrum orðum að skýrast á haustdögum hvað nefndin mun leggja til. En þá á Alþingi eftir að afgreiða málið.

Ég sé ekki betur en að ef landsdómur verður ekki kallaður saman, þá sitji þessir þrír fyrrum ráðherrar uppi með ávirðingarnar, hvort sem þeir myndu teljast sekir eða sýknir fyrir dómi. Eina leiðin fyrir þá til að hreinsa sig er að fá sýknudóm í landsdómi. Ekki er ég nú samt trúaður á að hlutirnir tækju þá stefnu. Mér finnst sekt þeirra vera augljós. Gott fyrir þá að ég á ekki sæti í landsdómi. Hér má sjá hverjir sitja þar (http://althingi.is/vefur/stjnefndirrad.html#merki7) auk forseta Hæstaréttar og þeirra 5 dómara við Hæstarétt sem lengst hafa starfað við réttinn.


mbl.is Landsdómur kallaður saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband