Færsluflokkur: Bloggar

Norskt lán af og frá

Allt bull Sigmundar og þeirra Framsóknarmanna er svo út úr kú að annað eins hefur ekki sést eða heyrst í háa herrans tíð. Það er ekki svo ýkja langt síðan að Jens Stoltenberg var hér á landi og gaf þá alveg ótvíræða yfirlýsingu í sjónvarpsviðtali að mig minnir í Kastljósi, þar sem hann sagði að hversu mjög sem Norðmenn vildu aðstoða Íslendinga, þá kæmi slík aðstoð ekki til greina án þess að samið hefði verið um Æseif og öll skilyrði AGS uppfyllt. Það var algjör óþarfi fyrir Jóhönnu að vera að spyrja að þessu þar sem hún vissi svarið alveg, eða í öllu falli átti að vita og varð sér því bara til minnkunar með þessu.

Það lítur líka út fyrir að þeir norsku stjórnmálamenn sem draga Sigmund Davíð á asnaeyrunum viti hreinlega ekki um stefnu norsku ríkisstjórnarinnar í málinu.


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvað?

Nei. Nú er mér öllum lokið. Þó svo að allt sé gott um Obama að segja enn sem komið er, þá fæ ég ekki séð að hann hafi gert nokkurn skapaðan hlut til þess að verðskulda þessa upphefð. Eins og heyra má á myndskeiðinu sem fylgir fréttinni leið frá áheyrendum undrunarstuna (það var ekki fögnuður heldur ódulin undrun) þegar nefndarformaðurinn tilkynnti um niðurstöðu nefndarinnar. Ef Obama hefði fyrir löngu kallað allt herlið Bandaríkjanna frá Afganistan og sent þangað í staðinn óvopnaðar hjálparsveitir með þúsundum manna og vel tækjum búnar ásamt læknaliði og lyfjabúrum þá horfði málið öðruvísi við. En ekkert slíkt hefur hann gert.

Þessi ráðstöfun er ekki síður undarleg en þegar Al Gore fékk verðlaunin fyrir umhverfisstefnu sína fyrir nokkrum árum. Ég held að aldrei fyrr hafi maður fengið Nóbelsverðlaun fyrir trú sína. Ég er alveg viss um það að Al Gore trúir (allavega að mestu) því sem hann segir um loftslagsmál, en ekkert af því getur hann fært sönnur á að svo komnu máli og sumt hefur löngu verið sannað að er bull. Eins og biblían (án þess að ég sé sérstakur trúmaður!) fræðir okkur um, þá er trú sannfæring um það sem ekki verður vitað eða sýnt fram á. Þannig að þetta er trú Gores og fyrir hana fékk hann verðlaunin. 


mbl.is Obama fær friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt rugl

Vandamálið vex í hlutfalli við annað veldi af fjölda þeirra fávísu sem um það fjalla. Það er hollt og gott að hafa það í huga. Með vaxandi fjölda almennt í stjórnum og ráðum fjölgar óhjákvæmilega þeim fávísu sem að málum koma. Ekki er endilega þar með sagt að allir ráðamenn séu fávísir. En fjöldi fávísra er ákveðið hlutfall allra í samfélaginu. Það er því ákveðin hætta fólgin í þessu og þarf mikla fávísi til að leggja fram svona frumvarp. Þó að það sé sprottið af evrópskri rót og annars allt gott um Evrópu að segja. Við getum þó að minnsta kosti huggað okkur við að litlar líkur eru til þess að þetta verði tekið til afgreiðslu frekar en önnur þingmannafrumvörp.
mbl.is Vilja að borgarfulltrúar verði 61
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp frá Norðmönnum

Gott ef satt reyndist. En ósköp er ég vantrúaður á þetta. Það er ekki svo langt síðan að við heyrðum í æðstu ráðamönnum Noregs þegar þeir voru að erindast hér á landi. Það var sko ekki þetta hljóð í þeim. Þeir gátu ekki talað skýrar um það að ef við ætluðum að vonast eftir fjárhagsaðstoð frá Noregi, þá skyldum við fyrst koma Æseif í lag og ná sáttum við AGS. Mér vitanlega er Sigmundur Davíð ekki að tala við þessa sömu menn og því gildir bara alveg einu hvað við hann er sagt. Það er allt saman laust í reipum og ég vil flokka það undir fagurgala. Hann er ódýr þegar viðkomandi þarf ekki að standa við það sem hann segir og er heldur ekki í aðstöðu til þess.
mbl.is Mikill velvilji í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfheiður Ingadóttir

... varð ekki stúdent 1951. Hún fæddist hins vegar það ár og hefur að líkindum lokið stúdentsprófi 1971.
mbl.is Ráðherraskipti á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert þingræði

Það er bara algjörlega rangt hjá prófessornum í stjórnmálafræði að hér sé þingræði. Hér er ekki þingræði nema í orði kveðnu.

Raunverulega er hér ofstoparæði ráðherra. Ráðherrar stilla þinginu upp við vegg og segja: Ef þingið ekki samþykkir það sem ríkisstjórnin vill þá er stjórnin fallin. Þetta hefur gengið svona í áratugi. Það þýðir það að þegar til kastanna kemur þá ræður þingið engu og það er sko ekki þingræði. Það er bara bull þó svo að það sé Gunnar Helgi sem segir það.

Ef hér væri raunverulegt þingræði, þá væri staðan sú, að ríkisstjórnin framfylgdi því sem þingið samþykkir, annars nyti hún ekki trausts þingsins og félli. Það er allt annar valdastrúktúr en sá sem hér er raunverulega viðhafður þó svo að stjórnarskráin geri ráð fyrir raunverulegu þingræði. Það er bara ekkert farið eftir því í raun, því miður.


mbl.is „Hér er þingræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver og hver og vill ....

... verða heilbrigðisráðherra? Hver af Vg er líkleg(ur) til að taka við þessu embætti? Og hvað skyldi verða um reglugerð Ögmundar, sem mest var fjallað um í RÚV í gærkvöldi? Og svo framvegis ...
mbl.is Ríkisstjórnarfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsagnir ráðherra

Það er að færast í vöxt að ráðherrar segi af sér og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hins vegar má deila um það hvort ástæða var fyrir Ögmund að segja af sér vegna þess að hann var á öðru máli en aðrir í ríkisstjórninni um afstöðu til Icesave málsins.

Hvers vegna þarf að gera þá kröfu að ríkisstjórnin sé öll á einu máli? Vissulega er það sterkara út á við, en þetta er nú einu sinni mál sem kom Ögmundi ekkert sérlega við sem heilbrigðisráðherra. Hann hefur hins vegar metið það svo að hann gæti aldrei fallist á sjónarmið hinna í ríkisstjórninni og myndi greiða atkvæði á móti þeim þegar til þeirra kasta kæmi.

En á ekki þetta sjónarmið við um fleiri ráðherra þessarar ríkisstjórnar? Til dæmis sker Jón Bjarnason sig úr hvað varðar afstöðu til Evrópumála. Mér sýnist líka að Svandís Svavarsdóttir skeri sig úr varðandi afstöðu til stóriðjumála.

Ef allir ráðherrar sem skera sig úr ráðherrahópnum hvað varðar einstök mál ættu að segja af sér yrði lítið eftir af þessari ríkisstjórn.


mbl.is Var ekki að fórna sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Össur að segja?

Sumt er kannski ágætt hjá kallinum, svo sem eins og ummæli hans um græðgina, siðleysið og ófyrirleitnina. En „Norræna fjölskyldan okkar yfirgaf okkur ekki“ er eitthvað sem hljómar í mínum eyrum eins og örg lygi. Svo hrósar hann Pólverjum verðskuldað fyrir örlæti þeirra, en gleymir alveg þeirri þakkarskuld sem við stöndum í við Færeyinga og mun hún ekki vera minni.

Svo segir hann að sögn Mbl.is: „... þið, alþjóðasamfélagið, hefur veitt okkur mikilvægan stuðning.“ Jæja, er það svo? Þetta er alveg með ólíkindum lágt lagst í smjaðrinu. Þarna hefði hann átt að standa í lappirnar og skamma alþjóðasamfélagið fyrir samblástur gegn okkur, misbeitingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þágu tveggja ríkja, sem vissulega hlutu skaða af völdum nokkurra tuga ósvífinna Íslendinga, en svo er búið um hnútana að saklausri þjóð mun blæða í áratugi. Þetta hefði ég viljað að utanríkisráðherrann minn segði. En það er sko öðru að heilsa ef nokkuð er að marka fréttaflutninginn.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vissi það...

Til hamingju með þessa glæsilegu frammistöðu, sem kemur ekki á óvart. Allt vill lagið hafa!
mbl.is Hlaut formlega vottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband