11.4.2010 | 18:50
Langþráð
Loksins kemur hún út. Eftir frest á frest ofan kemur hún út. Eftir táraflóð og mikið bjástur nefndarinnar kemur hún loksins út. Ég hef heyrt á tali sumra að þeir óttast að frestirnir allir hafi verið nýttir til að fegra svartan hlut vel valinna vina og kannski vandamanna. Þann hóp manna fylli ég ekki.
Ég er alveg sannfærður um það að þetta fólk sem sæti hefur átt í nefndinni sem Alþingi skipaði er hafið yfir allt slíkt í störfum sínum. Ég er sannfærður um það að þau óskuðu eftir frestunum hvað eftir annað af þeirri ástæðu einni að verkið var umfangsmeira en nokkurn gat rennt grun í fyrirfram. Ég er sannfærður um það að þau vildu að skýrslan yrði eins vel unnin og frekast væri hægt, heldur en að henda fram hálfunnu verki sem þá yrði þeim mun auðveldara að gagnrýna.
Aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hefur útkomu nokkurrar skýrslu né nokkurs annars prentaðs máls verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Mörg nöfn munu þar fá ævarandi svartan stimpil. Sum þeirra munu engum koma á óvart, en önnur munu gera það. Nefnd alþingis, sem gera skal úttekt á þessari skýrslu hefur meðal annars verið að kynna sér lög um ráðherraábyrgð og landsdóm. Það þýðir bara eitt. Þau gefa sér fyrirfram að miklar líkur séu á því að ákæra þurfi ráðherra fyrir gjörðir sínar eða þá aðgerðaleysi. Það þykir mér deginum ljósara að hljóti að verða gert.
Mikil eftirvænting eftir skýrslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.