17.9.2011 | 15:28
Furðulegt
Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2011 | 12:47
„Við skrifuðum undir sáttar“
Við skrifuðum undir sáttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2011 | 18:27
Verðbólga át upp höfuðstólinn
Verðbólga át upp höfuðstólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2011 | 17:20
Sjálfsbjargarviðleitnin
Tapar eignum sínum í þriðja sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2011 | 13:29
Snillingarnir á Mbl.is
Ekki ríður snilld þeirra mbl.is blaðurmennanna við einteyming. Nú vísa þeir í frétt VG um kókaínsmyglkonuna í Bólivíu, sem var handtekin í fyrra og er 21 árs gömul. Blaðurmennin segja að hún hafi komið í norska sendiráðið í Brasilíu ásamt móður sinni og 11 ára gamalli dóttur, sem hún hafi eignast í fangelsinu.
Jæja já. Hversu líklegt er það að 21 árs kona sem var handtekin í fyrra eigi 11 ára dóttur, sem hún hafi eignast í fangelsinu?
Við snögga leit á VG finnur maður eftirfarandi:
Sist torsdag skal 21-åringen ha dukket opp på den norske ambassaden i Brasilia, hovedstaden i Brasil, ifølge VGs opplysninger. Hun var da sammen med moren og sønnen (11 md.) hun fødte i fengsel. Der søkte hun om pass, men fikk avslag.
En hér kemur nú annað fram. Konan á son, sem fæddist í fangelsinu, en ekki dóttur. Auk þess er barnið ekki 11 ára, heldur 11 mánaða.
Alvörublaðamenn (sem virðast vera mjög fáir á mbl.is) hefðu farið létt með að þýða þetta, en blaðurmennunum tekst aldrei að gera neitt svo að vel fari. Þá er sama hvort þeir eru að fást við erlend tungumál (eins og í þessu tilfelli, norsku) eða sitt eigið.
Ólétt í fangelsi í Bólivíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2011 | 02:46
Nú veit ég...
... hvaðan VG hefur stefnu sína. Þeir hafa lesið öfugmælavísur Bjarna skálda og taka þær bókstaflega og túlka þær síðan sér í hag. Ástandið núna er hliðstætt við vísubotn Bjarna:
-
gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.
Ríkisstjórnin reynir að klífa þrítugan hamarinn á glerskóm og árangurinn er í samræmi við það.
VG vildi stöðva uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2011 | 13:10
Hvar varst þú 11. september 2001 í hádeginu?
Ég man, eins og gerst hafi í gær. Ég var að kenna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það var stærðfræði 503. Við vorum að fara í undirstöðuatriði heildunar og undirtektir voru auðvitað misjafnar. Eins og svo sem alltaf. Tíminn var næstum því hálfnaður þegar einn nemandinn kemur inn og segir upp úr eins manns hljóði yfir alla: Hvað haldið þið að sé að gerast? Pakistan er búið að ráðast á Bandaríkin. Svo stóð hann bara og horfði yfir hópinn, sem lét sér fatt um finnast, því að þetta var alþekktur æringi. Ég leit á hann nokkuð hvasst og þakkaði honum fyrir að heiðra okkur loksins með nærveru sinni. Bað hann um að fá sér sæti og spurði svo: Kanntu annan?
Hann settist og ég hélt áfram ræðu minni um heildunina. Í kringum strákinn myndaðist brátt skvaldur. Allt í einu stóðu nokkrir nemendur í kringum hann á fætur og gengu út. Þau báðu ekki leyfis. Þau sögðu ekkert, bara stóðu upp og fóru, hann fór líka. Þetta var eitthvað óvenjulegt og það var ekki kennsluhæft í bekknum, hverju sem um var að kenna og ég hætti því öllum kennslutilraunum þegar svona 15 mínútur voru eftir af tímanum.
Ég hélt sem leið lá upp á kennarastofu og fékk þar fréttirnar: Flugvél flaug inn í annan turninn í World trade center, menn nefndu slys eða Pakistanska hryðjuverkamenn, það breyttist síðar...
Svo komu framhaldsfréttir: Önnur flugvél flaug inn í hinn turninn, þetta var árás en ekki slys. Ég held að þessi kennslustund hafi verið síðasta kennslustundin í töflunni minni þennan daginn. Ég man það ekki glöggt. En hitt veit ég, að þennan dag var ekki meira kennt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2011 | 15:28
Steingrímur þorir ekki
Ætlar ekki að munnhöggvast við forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2011 | 12:14
Aukin einkaneysla
Umræðuhefð á þinginu breytist lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2011 | 18:51
Krugman: Ísland gerði rétt - / (en það var ekki án skaða)
Allt má það vera á Ísland hafi gert eitthvað rétt í kjölfar hrunsins og að þjóðin hefði verið ver stödd núna ef ráðstafanir hefðu verið með öðrum hætti. Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Krugman segir að ... "þrátt fyrir að atvinnuleysi sé enn mikið og langt í að bata sé náð, þá sé Ísland ekki lengur statt í kreppu. Landið hafi endurheimt aðgengi sitt að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og allt þetta hafi náðst án þess að þjóðfélagið hafi beðið skaða af." (Undirstrikun mín).
Ekki held ég að margir Íslendingar fáist til að taka undir það að þjóðfélagið hafi engan skaða beðið af hamförunum. Öllu nær mun að segja að skaðinn sé ómældur og verði ekki metinn til fulls næstu árin eða jafnvel áratug(i). Þjóðin glataði virðingu út á við, sjálfsvirðingu inn á við, hundruð fjölskyldna lifa nánast við hungurmörk, atvinnuleysi er útbreytt, viðvarandi gengishöft, landflótti vaxandi og þannig mætti lengi telja. Ég er viss um að ef ég næði Krugman á eintal þá myndi hann viðurkenna að vissulega er þetta mikill þjóðfélagslegur skaði.
Krugman: Ísland gerði rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hugleiðingar
Tenglar
Mínir tenglar
- Wikipedia á íslensku Sívaxandi fróðleiksbrunnur...
- Heimshlýnunarofsatrúin Síða sem sýnir fram á bullið
- Heimshlýnunarrugl-2 Þetta er jafnvel betri síða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar