Færsluflokkur: Bloggar

Langþráð

Loksins kemur hún út. Eftir frest á frest ofan kemur hún út. Eftir táraflóð og mikið bjástur nefndarinnar kemur hún loksins út. Ég hef heyrt á tali sumra að þeir óttast að frestirnir allir hafi verið nýttir til að fegra svartan hlut vel valinna vina og kannski vandamanna. Þann hóp manna fylli ég ekki.

Ég er alveg sannfærður um það að þetta fólk sem sæti hefur átt í nefndinni sem Alþingi skipaði er hafið yfir allt slíkt í störfum sínum. Ég er sannfærður um það að þau óskuðu eftir frestunum hvað eftir annað af þeirri ástæðu einni að verkið var umfangsmeira en nokkurn gat rennt grun í fyrirfram. Ég er sannfærður um það að þau vildu að skýrslan yrði eins vel unnin og frekast væri hægt, heldur en að henda fram hálfunnu verki sem þá yrði þeim mun auðveldara að gagnrýna.

Aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hefur útkomu nokkurrar skýrslu né nokkurs annars prentaðs máls verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Mörg nöfn munu þar fá ævarandi svartan stimpil. Sum þeirra munu engum koma á óvart, en önnur munu gera það. Nefnd alþingis, sem gera skal úttekt á þessari skýrslu hefur meðal annars verið að kynna sér lög um ráðherraábyrgð og landsdóm. Það þýðir bara eitt. Þau gefa sér fyrirfram að miklar líkur séu á því að ákæra þurfi ráðherra fyrir gjörðir sínar eða þá aðgerðaleysi. Það þykir mér deginum ljósara að hljóti að verða gert.


mbl.is Mikil eftirvænting eftir skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengu frá Básum í Þórsmörk

Rétt er að láta það koma fram að Básar eru ekki í Þórsmörk, heldur í Goðalandi. Krossá aðskilur Goðaland (sunnan megin, þar eru Básar) og Þórsmörk (norðan megin). Fjölmiðlar flestir ef ekki allir hafa japlað á vitleysunni alveg frá gosbyrjun, en ættu nú að fara að bæta ráð sitt.
mbl.is Þúsund manns við eldstöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki Kristur

Líkurnar á því að hér sé um Jesú Krist að ræða eru nánast engar. Miklar deilur hafa staðið um aldur klæðisins, en fullvíst telja margir vísindamenn að það sé mörgum öldum nær okkur í tíma en frá síðustu ævidögum Krists. Hitt er samt kannski jafn fullvíst, að sá sem klæðið var vafið um hafi liðið miklar þjáningar og jafnvel verið krossfestur, en sú aðferð við aftökur var lengi notuð eftir daga Krists. Vonandi gerir History Channel fulla grein fyrir þessari stöðu í umræddri mynd. Ef ekki, þá eru þeir að falsa staðreyndir.
mbl.is Andlitsmynd af Jesú Kristi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við borgum það sem okkur ber samkvæmt dómi

Er það ekki eina raunhæfa stefnan? Við eigum ekki að bjóða Bretum og Hollendingum upp á neitt annað. Á meðan þeir fallast ekki á dómstólaleið fá þeir engar greiðslur, nema að þeir gætu svo sem gengið að frystum eignum í löndunum tveimur og það væri bara af hinu góða. Þeir eiga að hirða þær eigur og sjá sjálfir um að koma þeim í verð. Við eigum ekki að vera til viðræðu um neitt annað né meira.
mbl.is Ísland kann að skorta stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða

Vonandi verður samstaðan sterk. Það skiptir öllu og ber árangur fljótt og vel. Svona bregst fólk við í ýmsum löndum sem ég þekki til og hef haft spurnir af og lögmálin eru ekkert öðruvísi hér. Okur þrífst ekki nema þar sem fólk lætur okra á sér.
mbl.is Ætla að skipta við eitt olíufélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar í vor?

Alltaf styttist í að það rætist sem ég hef spáð frá því að þessi ríkisstjórn var mynduð. Ég hélt reyndar í upphafi að hún mundi endast í hálft ár, en nú er ljóst að hún mun hanga saman í svo sem eitt ár  og verður að flokka það undir kraftaverk.

Þessi ummæli Jóhönnu lýsa því afbragðsvel hve óþol hennar er mikið gagnvart óeiningunni innan VG. Steingrímur hefur aldrei haft stjórn á sínu fólki, sem sumt hvað áttaði sig ekki á vinkilbeygjunni sem tekin var við myndun ríkisstjórnarinnar. Öll kosningaloforðin voru svikin á einu bretti og eina nauðsynjamálið var að tryggja sætin góðu.

Stóra spurningin er sú, hvað getur tekið við eftir endalok þessarar hörmungastjórnar? Ekki verður séð að neitt nothæft sé í boði. Það er alveg sama til hvaða flokks er horft, þetta er allt saman getulaust og vanhæft lið. Hvergi örlar á samstarfsvilja né stjórnvisku af nokkru tagi.


mbl.is VG ræðir ummæli forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selbiti?

„Okkur var gefinn selbiti“ sagði Vilhjálmur Egilsson. Nú, var það ekki bara biti af skötusel?
mbl.is Vilja að skötuselslög verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraunið vex

Nú segir mbl.is að hraunið sé orðið 0,4 ferkílómetrar en hafi verið 0,1 ferkílómetri í gær. Miðað við myndina sem fylgir fréttinni er þetta vafalaust rétt.

 Litlu er logið ef ýkjurnar eru innan við helming. En hvað má það kallast þegar hundraðfaldað er í frásögn? Einhver blaðamaður moggans fræddi lesendur sína á því í gær að hraunið væri orðið 8 ferkílómetrar. Þá hefur rétta stærðin hins vegar verið um 80 þúsund fermetrar eða 0,08 (nokkurn veginn 0,1) ferkílómetrar að stærð.


mbl.is Vaxandi hraunrennsli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitrænt skref

Loksins gerist eitthvað af viti. Vonandi verður framhald á þessari stefnu, að gjald sé tekið fyrir úthlutun kvóta, sem er óframseljanlegur. Ef sá sem pantar kvótann nýtir hann ekki eða ekki að fullu ætti réttur hans næst að skerðast í einhverju samræmi við það.
mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugleiðingar

Höfundur

Magnús Óskar Ingvarsson
Magnús Óskar Ingvarsson
Er alveg að drepast úr besservisku og réttlætiskennd. Get sleggjudæmt í hverju máli sem verkast vill. Sleggjudómum verður ekki áfrýjað.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband